Taka koltrefjarnar við af Álinu?

Þar sem ég hef fylgst mikið með Formúlu 1 kappakstri undanfarin ár hef ég oft velt því fyrir mér hvort koltrefjar komi ekki til með að taka við af álinu t.d. í bíla og flugvélaframleiðslu. Það er mikið af koltrefjum í formúlubílum þar sem það er bæði léttara og sterkara en ál. En eins og staðan er í dag þá er það ekki samkeppnisfært í verði til þess að það sé notað í miklum mæli til almennra nota.

Einnig eru koltrefjar notaðar í flugvélar en ekki veit ég hvort hlutfall þess er að aukast á kostnað álsins. Það væri fróðlegt að fá vita það og hvort koltrefjar komi í staðinn fyrir ál í framtíðinni.


mbl.is Vilja koltrefjar en ekki ál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólagjöld í háskólum

Í frétt á visi.is í dag er vitnað í formann menntamálanefndar Alþingis, Sigurð Kára, þar sem hann segir að það sér tímaspursmál hvenær ríkisháskólum verði veitt heimild að taka upp skólagjöld.

Ég er þeirrar skoðunar að hófleg skólagjöld eigi rétt á sér. Þá geta menn hætt í þessum feluleik sem heitir innritunargjald uppá tugi þúsunda og kallað hlutina réttum nöfnum. Auk þess ættu stúdentar þá rétt á að fá lán fyrir skólagjöldunum. Þessi gjöld ættu því ekki að fæla frá fátæka námsmenn nema síður sé.


Teygjanleg kosningaloforð

Lofaði Samfylkingin ekki niðurfellingu stimpilgjalda í sinni kosningabaráttu? Ekki man ég eftir þessari útfærslu í þeirri umræðu. Þetta hlýtur að vera málamiðlun við Sjálfstæðisflokkinn sem heldur vel utanum ríkiskassann. 

Annars held ég að þessi útfærsla bjóði bara uppá feluleiki og vesen. Ef ég væri að kaupa íbúð með konu sem væri að kaupa sína fyrstu íbúð þá borgar það sig fyrir okkur að skrifa nýju íbúðina alfarið á konuna. Ekki fer maður að borga stimpilgjöld að ganni sínu? Og ef þessi sambúð hjá okkur myndi svo ekki ganga þá á hún íbúðina... eða hvað?


mbl.is Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsímar senda frá sér örbylgjur

Þar sem farsímar senda frá sér örbylgjur þá kemur mér þetta ekki á óvart. Ef örbylgjur eru góðar til að hita og sjóða mat þá hafa þær örugglega áhrif á heilann þegar við tölum í farsíma. Ekki veit ég hvort síminn er jafn hættulegur og reykingar en þar sem farsíminn hefur ekki verið almenningseign nema í tíu ár þá er ekki komin reynsla á það.

Kannski eigum við eftir að upplifa það að farsímar verði bannaðir á opinberum stöðum eftir 40 ár þegar langvarandi "neysla" farsíma kemur í ljós.


mbl.is Farsímar hættulegri en reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STYÐJUM HANNES

Í mogganum í dag er auglýsing þar sem fólk er hvatt til leggja Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni lið með því að leggja fé inn á reikning. Íslenskur auðmaður og Hæstiréttur Íslands sækja að honum fjárhagslega fyrir það eitt að Hannes hafi nýtt sér málfrelsi og skrifað bók "sem hann mátti víst ekki skrifa."

Er þetta ekki grín? Ég leit á dagsetninguna á mogganum og hélt að það væri kominn 1. apríl en hann er víst ekki fyrr en á þriðjudaginn.

Ekki ætla ég að leggja fé inn á þennan reikning en skal gefa Hannesi og vinum hans eftirfarandi heilræði.

Í upphafi skal endinn skoða.


Ráðherra vantreystir umboðsmanni Alþingis

"Árni M. Mathisen óttast að svör hans til umboðsmanns alþingis vegna ráðningar Þorsteins Davíðssonar í embætti Héraðsdómara hafi takmarkaða þýðingu, því umboðsmaður hafi mótað sér afstöðu í málinu fyrirfram. "

Þetta kom fram á rúv í kvöld.

Er það ekki alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn telur að umboðsmaður Alþingis leggi ekki hlutlaust mat á þau mál sem hann fær til umsagnar?

Hver er trúveruleiki umboðsmanns núna? Ef Árni hefur rétt fyrir sér þá er alveg eins gott að leggja þetta embætti niður.


Heimanám í grunnskólum

Í fréttum rúv í gær var frétt frá Bretlandi þar sem kennarasamtökin þar í landi leggja til að heimanám verði aflagt. Álagið í skólunum sé nógu mikið og ekki á það bætandi með heimanámi.

Þetta leiðir hugann hingað heim. Skiptar skoðanir eru um heimanám og held ég að kominn sé tími til að ræða þetta opinskátt og velta upp kostum og göllum. (Þetta heitir að setja málið á dagskrá). Í fréttinni í gær var talað um heimanám sem krefðist mikillar þátttöku foreldra sem gerðu jafnvel verkefnin. Ég veit ekki hvers eðlis þessi verkefni eru en sú heimavinna sem ég set fyrir er fyrst og fremst lestur í kennslubók í efna og eðlisfræði og reikna nokkur dæmi í stærðfræði (ég kenni 8.-10. bekk). Ef nemendur lesa ekki heima í kennslubókinni þá þurfa þeir væntanlega að gera það í skólanum. Mér þætti fróðlegt að vita hvort t.d. nemandi í 10. bekk í eðlisfræði myndi frekar vilja að lengja skóladaginn um eina kennslustund til að lesa í bókinni með bekkjarfélögunum eða lesa það við tækifæri heima.

Svo á ég dóttur í sex ára bekk sem er að læra að lesa og les þ.a.l. fyrir mig heima. Skólinn leggur mikla áherslu á að börnin lesi fyrir foreldra sína og ég vildi ekki fyrir nokkur mun sleppa því að dóttir mín læsi fyrir mig. Ég sé ekki að þessum hluta heimanáms sé hægt að sleppa.

Annars hef ég lengi verið þeirra skoðunar að stokka ætti kennsluna á unglingastigi alveg uppá nýtt. Vera með hreinar "innlagnir" milli kl. 8 og 11 í kennlugreinunum og nemendur ynnu síðan verkefni og annað út frá þeim í skólanum undir leiðsögn kennara. Með þessu móti yrði engin heimavinna og það væri hvatning fyrir nemanda að vinna vel og nýta tímann í skólanum.


Kominn tími til

Þetta er frábært framtak. Ég er sjálfur að kenna unglingum og þessa fræðslu vantar í grunnskólann. Hef oft velt því fyrir mér af hverju nemendur sem útskrifast úr grunnskóla (sem er bóknámsskóli) ættu að velja að fara í verknámsskóla.

Vonandi fylgir Kópavogur í kjölfarið með svona fræðslu.


mbl.is Iðn og starfsnám fyrir börn og unglinga verði eflt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst?

Hér fellur enn einn úrskurður ráðuneytis um að ekki hafi verið staðið rétt að málum hér í Kópavogi. Skemmst er að minnast synjunar Umhverfisráðuneytisins á svæðisskipulagi í Vatnsendahlíð rétt fyrir helgi. Bærinn var þá búinn að úthluta lóðum áður en svæðisskipulagið var samþykkt.

Hvað gerist næst í þessu máli? Gengur ráðningin til baka eða segja menn bara "úpps, ég passa mig næst"?


mbl.is Fyrrverandi formaður íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs úrskurðaður vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisráðið

Getur einhver upplýst mig af hverju það er svona mikið kappsmál að fá sæti í Öryggisráði SÞ?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband