12.3.2008 | 13:17
Barnafólk greiðir hærri skatta hér
Af ruv.is: Íslenskt barnafólk greiddi hærra hlutfall af tekjum í skatta árið 2006 en sex árum áður - en almennt hefur skatthlutfallið lækkað í ríkjum OECD. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar.
Stefán Ólafsson segir á visir.is að þetta staðfesti það sem hann hefur haldið fram síðustu tvö ár. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna.
Nú verður fróðlegt að heyra viðbrögð fjármálaráðherra við þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 18:51
Einkareknir leikskólar leggja upp laupana
Þessi fyrirsögn er á frétt sem birtist á visir.is í síðustu viku. Í henni kemur fram að Kópavogsbær hyggst taka við rekstri tveggja af fimm einkareknum leikskólum í Kópavogi. Öðrum rekstraraðilanum hefur verið sagt upp en hinn bað bæjaryfirvöld um að kaupa leikskólann af sér.
Ég spyr: Hvernig stendur á því að ekki er hægt að reka einkarekna leikskóla í mesta góðæri Íslandssögunnar? Svo eru margir á því að stefna beri að því að einkareka grunnskóla landsins. Er þessi niðurstaða í Kópavogi ekki sönnun þess, að það sé stefna sem beri að forðast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.2.2008 | 17:26
Gísli, Össur og Villi
Eru næturskrif Össurar ekki að rætast núna? Þegar Vilhjálmur var búinn að mála sig út í horn í REI málinu og rúinn öllu trausti, hvað gerði Gísli Marteinn? Notaði hann tækifærið og lýsti vantrausti á Vilhjálm? Nei! Hann kaus að styðja ákvörðun Vilhjálms, hver svo sem hún yrði. Nú þegar gallharðir Sjálfstæðismenn eru búnir að gefast uppá gamla góða Villa og hvetja hann til að draga sig í hlé þá verður Gísli Marteinn að standa við sín orð og styðja Vilhjálm áfram. Með þessu áframhaldi þá verður fylgi sjálfstæðiflokksins í næstu kosningum hrunið og hverjum verður kennt um? Auðvitað Vilhjálmi og stuðningsmönnum hans.
Ef þetta er ekki að liggja í pólitísku blóði sínu þá veit ég ekki hvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 13:06
Jónmundur talar af skynsemi
Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag:
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi,er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að hækka laun kennara umtalsvert í þessum kjarasamningum. Hann heldur raunar að komið sé að ákveðnum þáttaskilum í skólamálum hér á landi. Sveitarstjórnarmenn verði að breyta um hugsun. Hætta að líta á skólamál sem fjárfestingu í steypu, stáli og gleri og fara að líta til innra starfs. Innra starfið, menntun og símenntun kennara er lykillinn að árangri. Þar skipta þrír þættir mestu máli. Í fyrsta lagi kjör og aðbúnaður starfsfólks. Í annan stað skipulag skólastarfsins. Og í þriðja lagi innra starfið sjálft og efling þess.Allt kostar þetta tíma og peninga og ég tel að komið sé að þeim tímapunkti að menn
skipti um áherslur, fjárfesti í þekkingu og innra starfi, segir Jónmundur.
Ég gæti ekki verið meira sammála honum og vonandi fær þessi rödd að hljóma innan Launanefndarinnar í komandi kjarasamningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 17:06
Er ASÍ líka á móti aukinni menntun líkt og SÍS?
Hvernig stendur á því að ASÍ tekur undir sjónarmið (og þar með metnaðarleysi) SÍS? Sjá bloggfærslu mína um það hér. Er það hlutverk ASÍ að draga úr metnaðarfullum kröfum Menntamálaráðuneytis varðandi framtíðarmenntun þjóðarinnar? Hvaða tilgangi þjónar þetta?
Ástæða þess að erfiðlega gengur að manna grunn- og leikskóla eru lág laun. Að halda öðru fram er rangt og gert til þess að draga athyglina frá kjarna málsins.
Og er ASÍ í alvörunni á móti því að hlutfall leikskólakennara í leikskólum verði í framtíðinni að lámarki 67%?
Er ASÍ sömu skoðunar varðandi heilbrigðiskerfið? Það er kannski nóg að 67% af þeim sem starfa við lækningar hafi tilskylda menntun?
Og eru menn búnir að gleyma PISA? Allir að spyrja af hverju við erum ekki jafngóð og Finnar. Kennarar í Finnlandi eru með fimm ára háskólanám.
Af hverju ætli það sé?
ASÍ gagnrýnir frumvarp um leik- og grunnskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2008 | 14:42
Stjórnarsáttmálinn og laun kennara
Eiríkur Jónsson formaður KÍ var í viðtali á morgunútvarpi rásar eitt í morgun og lýsti eftir skoðunum Samfylkingar varðandi ummæli Þorgerðar Katrínar að hækka þyrfti laun kennara.
Ágúst Ólafur hefur strax brugðist við og segir á visir.is að samkvæmt stjórnarsáttmálanum þá ætti að endurmeta laun hefðbundinna kvennastétta og það ætti meðal annars við um kennara. Pólitískur vilji væri til að taka á málinu.
Nú er bara að standa við stóru orðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 09:03
Nefndarmenn borgarinnar vanhæfir?
Í moldviðrinu í síðustu viku þá týndist ein frétt sem mér fannst mjög merkileg. Hún var á þá leið að formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jórunn Frímannsdóttir, útilokar ekki að endurskoða þurfi samsetningu nýskipaðrar barnaverndarnefndar í borginni. Nýskipuð nefnd hafi hvorki faglegar forsendur né reynslu til ákvarðanatöku um framtíð barna og fjölskyldna þeirra og því þurfi að treysta á faglegt mat embættismanna borgarinnar.
Ég spyr: Hvað með aðrar nefndir og ráð Reykjavíkurborgar?
Hafa þeir sem sitja í Menntaráði fyrir hönd stjórnmálaflokkana faglegar forsendur til að sitja þar eða treysta þeir bara á embættismenn borgarinnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.2.2008 | 12:30
Er SÍS á móti aukinni menntun?
Ef þetta frumvarp verður að lögum þá útskrifast fyrstu kennararnir út úr þessu kerfi 2011-12. Mér finnst það skammsýni að það megi ekki stefna á það í framtíðinni að kennarar verði með meiri menntun vegna þess að það sé skortur á kennurum núna.
Ástæðan fyrir kennaraskorti í grunnskólum Reykjavíkur er ekki skortur á kennaramenntuðum einstaklingum heldur sú að sveitarfélögin borga svo léleg laun að kennarar hverfa í önnur störf.
Lýsa miklum efasemdum um skólafrumvörp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.1.2008 | 17:32
Auglýsingin í Mogganum betri hugmynd
Mér fannst nú auglýsingin í Mogganum í dag betri hugmynd. Kynningar og fræðsla reynist yfirleitt betur heldur en boð og bönn. Og hvar á að enda þetta. Er þá ekki nauðsynlegt að í stjórn Morgunblaðsins (blaði allra landsmanna) sé a.m.k. einn úr hverjum landshluta? (eða tveir, einn af hvoru kyni).
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.1.2008 | 00:29
Enn falla sprengjur í Silfri Egils
Ég hélt að bomba Guðjóns í síðasta þætti Egils væri einsdæmi en annað kom á daginn í dag. Kosningastjóri F listans í síðustu borgarstjórakosningum, Sveinn Aðalsteinsson, var gestur í Silfri Egils í dag. Sveinn, sem jafnframt er 7. maður F-listans sagði að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði raunverulegur borgarstjóri nýs meirihluta því að Ólafur F. Magnússon ráði ekki við verkefnið og sjálfstæðismenn hafi misnotað sér hann. Hann sagði einnig að Ólafur F. hefði ekki haft neitt samráð við einn né neinn.
Sjá nánar á eyjunni.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)