Teygjanleg kosningaloforð

Lofaði Samfylkingin ekki niðurfellingu stimpilgjalda í sinni kosningabaráttu? Ekki man ég eftir þessari útfærslu í þeirri umræðu. Þetta hlýtur að vera málamiðlun við Sjálfstæðisflokkinn sem heldur vel utanum ríkiskassann. 

Annars held ég að þessi útfærsla bjóði bara uppá feluleiki og vesen. Ef ég væri að kaupa íbúð með konu sem væri að kaupa sína fyrstu íbúð þá borgar það sig fyrir okkur að skrifa nýju íbúðina alfarið á konuna. Ekki fer maður að borga stimpilgjöld að ganni sínu? Og ef þessi sambúð hjá okkur myndi svo ekki ganga þá á hún íbúðina... eða hvað?


mbl.is Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður náði Samfylkingin ekki hreinum meirihluta. Ég treysti viðskiptaráðherra að leysa þessi göt. Hann átti þessa hugmynd.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Fréttir af þessu er misvísandi.  Fréttir rúv greina frá því að Árni Matt hafi lagt frumvarpið fram.

Sigurður Haukur Gíslason, 3.4.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband