6.9.2008 | 14:06
Mikill er máttur Guðríðar
Samfylkingin er greinilega sterk hér í Kópavogi að mati Gunnars Birgissonar. Guðríður þarf bara að smella fingri og þá er búið að stofna íbúasamtök í Lundi, Kársnesi, Nónhæð og Lindunum. Allt samtök sem eru "á móti öllum góðum skipulagsmálum í Kópavogi" eins og vitnað er í Gunnar í Mogganum í dag.
Vísar ásökunum bæjarstjóra á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 16:09
Íslenskt dómskerfi gamaldags
Þessi dómur er enn ein sönnun þess hve dómstólar landsins og lagaumhverfi eru gamaldags þegar börn eiga í hlut. Órökstuddir sleggjudómar eins og að "líkamlegar refsingar tíðkist að einhverju leyti sem uppeldisaðferð á Íslandi" eiga ekki heima í dómum nú til dags.
Bendi á frábæra grein eftir Lúðvík Börk Jónsson um þessi mál.
Barnaheill harma dómsniðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.7.2008 | 10:52
Framgangur í starfi
Þessi rök Gunnars halda ekki vatni.
Gunnar segir að það sé verð að fjölga konum í yfirstjórn bæjarins.
Fyrir það fyrsta þá er þessi kona nú þegar í yfirstjórn bæjarins sem starfsmannastjóri og því fjölgar konum ekki bara við þessar hrókeringar. Í öðru lagi þá væri alveg hægt að auglýsa starfið og hvetja konur sérstaklega að sækja um og ráða eina í kjölfarið.
Gunnar segir að starfsmenn bæjarins verði að geta unnið sig upp.
Þessi kona sem ráðin var hefur unnið hjá Kópavogsbæ í eitt ár. Hvað með allar þær konur sem starfa sem skólastjórar hér í bæ og hafa starfað hér jafnvel í áratugi. Voru þær spurðar hvort þær vildu framgang í starfi?
Gunnar segir konuna einstaklega vel til þess fallna að gegna starfi fræðslustjóra þar sem hún sé með BA-próf í stjórnmálafræði og meistarpróf í starfsmannastjórnun. Starfið snúist mikið um starfsmannamál.
Starf fræðslustjóra snýst ekkert meira um starfsmannamál heldur en aðrar stjórnunarstöður. Ef Gunnari er svona umhugað um að kraftar konunnar nýtist áfram þá ætti hún að fá að halda áfram í núverandi starfi sem starfsmannastjóri Kópavogsbæjar. Hlutverk fræðslustjóra er að veita menntamálum í sveitarfélaginu faglega forystu og því þarf fræðslustjóri bæði að hafa menntun og reynslu úr þeim geira.
Verið að fjölga konum í yfirstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 10:11
Að lifa lífinu
Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Magnús Kristinsson þar sem hann er spurður álits á aflaheimildum á næsta fiskveiðiári. Hann segir að þetta sé hneyksli og hneisa og efnahagsumhverfið er þannig að maður er á mörkum þess að geta lifað lífinu.
Um hvað er maðurinn að tala?
Getur hann ekki lifað lífinu að því að hann hefur svo litlar tekjur. Hann greiddi á síðasta ári tæpar 33 milljónir í tekjuskatt svo það getur varla verið.
Getur hann ekki lifað lífinu af því að bensínið er svo dýrt á þyrluna?
Getur hann ekki lifað lífinu að því hann á svo litlar eignir? Hann sem á m.a. Toyota umboðið.
Guð sé lof að ég á bara Toyota Carina 1991 módelið sem ég keypti fyrir fjórum árum á 200 þús. kall. Ég get nefnilega ágætlega lifað lífinu í þessu efnahagsumhverfi með því að sníða stakk eftir vexti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 10:16
Aðal og aukahlutverk
Vegna áttræðisafmælis Steingríms Hermannssonar hafa margir rifjað upp þjóðarsáttarsamningana 1990. Ekki hugnast Morgunblaðinu söguskýringar Jóns Baldvins og fleiri að það hafi verið að frumkvæði Steingríms sem þeir voru gerðir. Nú í Mogganum í dag skrifar Agnes Bragadóttir um þetta og bendir á að Einar Oddur, Guðmundur J. og Ásmundur Stefánsson hafi verið í aðalhlutverkum en stjórnvöld í aukahlutverkum.
Ekki minnist Agnes einu orði á þátt verkalýðsins sem tók á sig þessar kaupmáttarskerðingar sem í þessum samningum fólust. Ég var á þessum tíma verkamaður í Dagsbrún og herti sultarólina í ljósi þess að fá umbun síðar. (Hún kom reyndar seint og illa).
Hinn almenni launamaður var í aðalhlutverki þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir, svo því sé haldið til haga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2008 | 00:13
Endalok samræmdra prófa við lok grunnskóla
Í lögunum er gert ráð fyrir að nemendur í 10. bekk þreyti samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði að hausti og þar með eru samræmduprófin sem hafa verið að vori aflögð.
Þetta er mikið gleðiefni fyrir allt skólastarf í grunnskólum því þessi próf hafa verið alltof stýrandi og reyndar virkað sem inntökupróf í framhaldsskóla. Þessi könnunarpróf eru miklu gagnlegri fyrir grunnskólann.
Samræmd könnunarpróf í 10. bekk verða haldin í íslensku, stærðfræði og ensku vorið 2009 en verða svo færð fram á haustið 2009 fyrir næsta árgang.
Sjá nánar hér.
Frumvörp um skólamál orðin að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 22:11
Hvað gerir ráðherra jafnréttismála við skýrsluna?
Fjallað um foreldrajafnrétti í nýrri skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 23:30
Vegur yfir mýri
Þetta hlýtur að eiga við vegi sem byggðir eru upp ofan á mýri en ekki vegi sem lagðir eru yfir hraun. Ég var að keyra 40 tonna trukka eftir Krýsuvíkurafleggjaranum milli 1990 og 2000. Eftir þessum vegi fóru hundruðir slíkir bílar á hverjum degi og hann var ekki malbikaður heldur bundinn venjulegri klæðningu. Ef þessar tölur eru réttar hefði þurft að klæða hann mörgum sinnum á ári. Raunin var sú að það það liðu mörg ár á milli þess sem hann var klæddur.
Eins mætti nefna plönin og göturnar kringum Malbikunarstöðina og Björgun. Ef þessir trukkar spæna svona upp vegunum þá þyrfti að malbika þessa staði oft á ári.
Af hverju þarf þess ekki? Eða gildir þetta bara úti á landi?
Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2008 | 00:04
Ofbeldismenn og opnunartími búða
Af og til undanfarnar vikur hafa verið fréttir af 10-11 versluninni í Austurstræti þar sem ribbaldar hafa riðið húsum síðla nætur. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar hvort það ekki sé best að loka búðinni á nóttinni svo stöðva megi þessar heimsóknir.
Ég er alfarið á móti því. Ofbeldismenn eiga ekki að fá að ráða því hvenær verslanir eru opnar.
Ekki förum við að loka bönkum fyrir hádegi af því að flest bankarán eru framin fyrir hádegi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 16:39
Kominn tími til
Meðlagskerfið endurskoðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)