Grunnstoðir samfélagsins tryggar

Flott og nauðsynleg ályktun. Nú verða sveitarfélögin að vera fjölskyldum stoð og stytta í þrengingunum framundan. Það er ekki á það bætandi ef sveitarfélögin fara að draga úr starfsemi frá því sem nú er.

Ég skora því á öll sveitarfélög landsins að standa vörð um íþrótta- og tómstundastarf barna og ekki síst grunnskólann. Niðurskurðarhnífurinn má ekki skera í grunnstoðir samfélagsins.


mbl.is ÍBR skorar á Reykjavíkurborg að standa vörð um íþróttastarf barna og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarskuldir vegna einkafyrirtækja

Fyrir nokkrum dögum sagði Geir að ekki kæmi til greina að þjóðin þyrfti að borga skuldir bankanna. Almenningur ætti ekki að þurfa að borga skuldir einkafyrirtækja. Nú hins vegar er búið að taka lán hjá IMF sem verður borgað til baka með skattfé, m.a. mínu.

Ég hef aldrei átt hlutabréf.

Bíllinn minn er 17 ára gömul Toyota.

Íbúðin mín er 25 ára með upprunalegum innréttingum og tækjum.

Sjónvarpið mitt er túpu sjónvarp.

Ég er grunnskólakennari og var fastur í ömurlegum kjarasamningi 2004-2008.

Af hverju á ég að taka þátt í þessum afborgunum?


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óperan og tónlistarhúsið

Er ekki ráð að setja óperuna þangað inn? Mér sýnist að það sé ekki of seint að breyta teikningum þannig að óperan geti líka verið í þessu húsi.

Eða eru menn ennþá á þeirri línu að hafa eitt hús fyrir sinfó þegar hún spilar ein og annað þegar sinfó spilar með söngvurum?


mbl.is Dregið úr framkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt eða sorglegt?

Gleðilegt að það sé hægt að manna skólana með hæfileikaríku réttindafólki.

Sorglegt að það þurfi alheims fjármálakreppu og fjöldaatvinnuleysi til þess að fólk geti hugsað sér að fara í kennslustörf.


mbl.is Umsóknum kennara rignir inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurgreiddir bílar

Í kvöldfréttum rúv var viðtal við fyrrverandi aðstoðarmann fjármálaráðherra og núverandi alþingismann Ármann Kr. Ólafsson þar sem hann leggur til að 5000 notaðir bílar verði fluttir út. Þetta væri gert til að bæta rekstur bílaumboða og bílaleiga. Skv. fréttinni þá tekur fjármálaráðherra vel í þessar tillögur og ríkissjóður þarf ekki að borga nema 1,5 til 2 milljarða með þessum útflutningi.

Ég spyr:

Af hverju eru nýju bílarnir sem standa á hafnarbakkanum ekki fluttir út?

Hvar má finna það í stefnu Sjálfstæðisflokksins að rétt sé að niðurgreiða bíla til útflutnings?


Pöddulíf

Eftir atburði síðustu daga skaut upp í huga minn eitt atriði úr kvikmyndinni Pöddulífi þar sem Skari engisprettuforingi er að kúga mat úr maurunum. Hann segir við mauradrottninguna:

"Ég skal segja þér hvernig þetta á að funkera. Maturinn vex í sólinni. Maurar tína matinn - Engisprettur éta matinn."

Blessunarlega endar myndin vel. Maurarnir losna undan kúgun engisprettanna og fá sjálfir að njóta matarins sem þeir hafa safnað með erfiðismunum.

Það væri óskandi að þrilllerinn sem nú er í gangi í samfélaginu endi jafn vel.


Bílakirkjugarður Bílgreinasambandsins

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, skrifaði grein í Fréttablaðið sl. mánudag þar sem hann lýsir því hvernig reglum er háttað í Danmörku varðandi vöru- og skráningargjöld á bílum. Þessar reglur eru þess valdandi, að mati hins danska bílgreinasambands, að endurnýjun bílaflotans er of hæg. Það leiðir til þess að mengandi og bremsulausir bílar séu á götunum, öllum til ama. Nær væri að hafa reglurnar þannig að þær stuðluðu að endurnýjun á bílaflotanum mun fyrr. Nýjir bílar bremsa jú betur og menga minna en gamlir. Greinin endar svo á þeirri "hræðilegri" staðreynd að meðalaldur einkabíls hér á landi er 9,5 ár og stefnir í óefni.

Í fyrsta lagi þá er tímasetning á þessar grein "út úr kú" svo vægt sé til orða tekið. Á að stuðla að auknum bílainnflutningi á sama tíma og ríkir lausafjárskreppa í heiminum og ekki er til gjaldeyrir í landinu til að kaupa nauðsynjar?

Svo þarf maður ekki að vera bifvélavirki til að geta sér til um að nýr bíll bremsi betur en 5 ára gamall bíll. Þess vegna erum við með skoðunarstöðvar. Ef bremsulausir bílar eru hér á götunum þá er það ekki vegna þess að þeir eru gamlir heldur að þeir eru ekki í lagi. Svo hef ég ekki séð neinar tölur um það að gamlir bílar séu frekar að valda árekstrum en nýjir. Það er miklu frekar undir ökumanninum komið.

Svo kemur klisjan um að gamlir bílar mengi svo mikið að það borgi sig að henda þeim og kaupa nýjan sem mengar minna. Það hefur svo góð áhrif á umhverfið. Staðreyndin er hins vegar sú að það er alltaf betra að nýta og endurnýta heldur en að búa til nýtt. Að ég skuli keyra á gömlum bíl hefur jákvæð áhrif á umhverfið því þá þarf ekki að búa til nýjan bíl handa mér. Það ferli er mjög mengandi. Auk þess sem tugþúsundir bíla standa hér á landi á bílasölum og það væri nær að nýta hluta af þeim í stað þess að flytja inn nýja.

Ég er mjög hissa á að umhverfisfræðingar hafi ekki mótmælt þessari stefnu að það borgi sig að henda gömlu og búa til nýtt í stað þess að nýta betur eða endurnýta. Þessi grein er alls ekki sú fyrsta í þessa átt og sennilega ekki sú síðasta.

 


Grunnskólakennarar fengu 19% hækkun en ekki 30%

Bara svo því sé haldið til haga þá fengu grunnskólakennarar 19% kauphækkun í kjölfars 7 vikna verkfalls haustið 2004 en ekki 30%. Kostnaðarauki sveitarfélaga vegna kjarasamningsins var hins vegar 30% en rúm 10% af því runnu ekki í vasa kennara.

Svo má benda á að launaskrið á hinum almenna vinnumarkaði á þessum tíma var tölvuvert og m.a. hækkuðu verkamenn um rúm 28% á árunum 2004-2007. Þessar tölur má auðveldlega finna á vef hagstofunnar.


mbl.is Fara fram á sömu hækkun og ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur nemenda og laun kennara

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir viðrar á heimasíðu sinni hugmyndir um að tengja saman árangur nemenda við laun kennara. Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og þær stranda alltaf á því að ekki er hægt að tengja saman árangur nemenda við laun kennara með óyggjandi hætti.

Tökum nokkur tilbúin dæmi:

Í skólanum mínum þá erum við þrír stærðfræðikennarar sem skiptum með okkur 55 manna árgangi í 10. bekk. Við skiptum í hópa eftir getu svo við getum komið sem mest til móts við þarfir nemenda og er ég með 15 nemendur sem gengur mjög ílla í stærðfræði. Árangur þessa hóps miðað við hina hópana í skólanum verður örugglega lakari í vor.

Á ég þá að fá lægri laun en hinir kennararnir?

Ég kenni öllum nemendum í 8. bekk í skólanum mínum efnafræði. Hvernig á að meta árangurinn eftir veturinn? Miðað við aðra skóla? Og segjum sem svo að hópurinn kæmi illa út í samanburðinum og ástæðan var að þau komu með engan grunn úr yngri bekkjum. Eða að árgangurinn er almennt námslega slakur.

Á ég þá að fá lægri laun en hinir kennararnir?

Ég kenni eðlisfræði í 9. bekk og nemendur hafa engan áhuga á að læra heima. Þeir hafa hins vegar sérstakan áhuga á íþróttum, stærðfræði og tónlist. Þessir nemendur æfa bæði handbolta og fótbolta ásamt því að vera í skólahljómsveitinni og missa aldrei af æfingu. Sá litli tími sem þeir hafa til að læra heima er stærðfræði. Allt þetta er gert með vitund og vilja foreldra.

Á ég þá að fá lægri laun en hinir kennararnir af því að krakkarnir hafa lítinn áhuga á eðlisfræði?

Það eru fleiri stéttir sem þetta gildir um t.d. löggur. Eiga þær að fá greitt eftir því hvað þær handtaka marga á mánuði? Eða hve oft er brotist inní hverfið á þeirra svæði?


Er 1. apríl í dag?

Ég horfði spenntur á myndbandið til að sjá útfærsluna á kösturunum en þegar þeir loksins birtust sá ég að þetta var grín.

Alltaf gaman að hlaupa apríl í september. Smile


mbl.is Leynivopn McLaren í Singapúr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband