12.12.2008 | 13:02
Ég á barn en fæ ekki barnabætur
Ingibjörg talaði um í þessu viðtali að barnbætur og vaxtabætur hækka á næsta ári. Ég vil benda henni á að barnabætur fara til þeirra heimila þar sem börnin eiga lögheimili.
Ég á barn en fæ ekki barnabætur þar sem dóttir mín er ekki með lögheimili hjá mér. Samt er hún hjá mér 10 daga í hverjum mánuði.
Ég á barn og borga tæplega tvöfalt meðlag en er samt barnlaus einstaklingur í skilningi skattalaga. Ég er því flokkaður sem barnalaus einstaklingur en ekki sem einstætt foreldri þegar kemur að því að reikna út vaxtabæturnar.
Er þetta ekki eitthvað bogið?
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2008 | 20:55
Auðvitað á að klára húsið
Nú er einmitt rétti tíminn fyrir ríki og sveitarfélög að halda uppi atvinnustigi í landinu. Auk þess sem að það ættu að fást hagstæð tilboð til að klára húsið.
Svo vil ég ítreka skoðun mína að kanna strax hvort Íslenska Óperan fái ekki inni í húsinu. Þá getur Gunnar Birgisson komið með milljarðana fjóra sem hann ætlaði að setja í óperuhúsið í Kópavogi.
Tónlistarhús gæti tafist um ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2008 | 08:47
Fljótfærni
Fyrir rúmum hálfum mánuði bloggaði ég um þetta þar sem ég var að furða mig á þessari aðgerð, sjá hér.
Er eitthvað í aðgerðarpakkanum sem kynntur var um miðja nóvember að virka fyrir heimilin í landinu?
Ekki barnabæturnar og ekki bílaútflutningsbæturnar og ekki...............
Reglugerðarbreytingu þarf til að breyta greiðslu barnabóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
2.12.2008 | 01:11
Að gefa auðlindir
Tek orðrétt úr fréttinni:
"Styrmir sagði, að spurningin um Ísland og Evrópusambandið sé mjög einföld og snúist um það, hvort Íslendingar vilji afhenda Evrópusambandinu yfirráð yfir auðlindum landsins."
Er þetta ekki eins og að ætla að spila fótboltaleik og vera ákveðinn í því að tapa?
Er þetta ekki eins og að selja bílinn sinn og reikna með því að kaupandinn græði en maður sjálfur tapi?
Er þetta ekki eins og að fara í kjaraviðræður og reikna með því að atvinnurekandinn svíni á manni?
Hvernig væri að fara í þessar viðræður og setja spilin uppá borðið í stað "ef og kannski"?
Við hvað er Styrmir hræddur?
Ég er Evrópusinni en ef innganga í ESB kostar okkur yfirráð yfir auðlindunum þá segi ég NEI. En ég þarf að sjá samninginn áður en ég geri upp hug minn. Ekki " ef og hefði".
Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2008 | 15:44
Ég sagði mig úr Samfylkingunni í dag
Ég styð ekki flokk sem:
-ætlar að láta núverandi Seðlabankastjórn útdeila láninu frá IMF.
-ætlar að sitja að völdum út þetta kjörtímabil í stað þess að boða til kosninga næsta vor.
-ætlar að eyða 2 milljörðum í útflutningsbætur á notuðum bílum undir því yfirskini að það hjálpi heimilum í landinu best.
-ætlar ekki að fá erlenda, óháða aðila til að rannsaka hrunið.
- lætur það óátalið að fyrrverandi bankaeigendur séu að kaupa verðmætin úr brunarústunum og skilja okkur skattgreiðendur eftir með skuldirnar.
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.11.2008 | 23:43
Er ríkisstjórninni treystandi?
Af hverju ætti ég að treysta því fólki sem kom okkur í þessi vandræði til að koma okkur út úr þeim aftur?
Af hverju ætti ég að treysta Seðlabankanum að útdeila láninu frá IMF?
Af hverju ætti ég að treysta bönkunum ef sömu stjórnendur eru þar við völd?
Af hverju ætti ég að treysta Fjármálaeftirlitinu ef sömu stjórnendur eru þar við völd?
Aukaspurning:
Hvaða valdhafar í heiminum hafa stigið sjálfviljugir af valdastóli?
Ekki stefna aðgerðunum í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 23:12
Barnabætur ríkisstjórnarinnar
Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar er að greiða barnabætur út mánaðarlega í stað á þriggja mánaða fresti. Þó svo að ég eigi barn þá fæ ég ekki barnabætur þar sem ég á ekki barn í skilningi skattalaga. En það er ekki það sem ég var að furða mig á.
Þar sem barnabæturnar eru greiddar fyrirfram er þá ekki betra að fá þrjá mánuði í einu? Þá getur maður notað greiðslur fyrir einn mánuð og ávaxtað hina tvo á meðan.
Með þessari aðgerð er ríkissjóður að hirða vextina en ekki heimilin í landinu. Eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 11:26
Niðurgreiddir bílar 2
Ég ætlaði að blogga um aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi útflutningsbætur á notuðum bílum en Salvör segir allt sem ég hef að segja um það. Þar eru einnig áhugaverð innlegg frá framkvæmdastjóra Brimborgar.
Hann er sammála okkur að þessi aðgerð kemur til með að hækka verð á notuðum bílum en hvernig það kemur til með hjálpa fólkinu í landinu er mér fyrirmunað að skilja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 13:15
Að mismuna fólki
Ég tek heilshugar undir orð Skúla og geri þau að mínum:
"Jafnt skal yfir alla ganga, það er sú lögfræði sem gildir, þótt málið snúist reyndar frekar um siðfræði milliríkjaviðskipta og traust. Það er sá vandi sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.
Annað hvort að taka á sig skuldbindingar gagnavart sparifjáreigendum í útlöndum, axla ábyrgðina af auðmýkt eða berjast áfram með lögfræðina að vopni, hrokann og drambið og borga ekki."
Mér sýnist að hrokinn og drambið sé ekki að skila okkur neinu. IMF er búið að taka umsókn okkar af dagskrá og á meðan ríkir alkul á gjaldeyrismörkuðum. Það þiðnar ekki af sjálfu sér.
Munu Íslendingar axla ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 23:17
Sérstakur saksóknari
Nú hefur Björn Bjarnason lagt fram frumvarp um að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka hrunið. Þar með á að reyna aftur Boga-Valtýs leiðina.
Ég spyr: Hvað eru alþingismenn að gera? Geta þeir ekki komið sér saman um að fá hingað erlenda, óháða aðila til að rannsaka aðdraganda hrunsins.
Þjóðin öskrar á einhverjar aðgerðir og tillögur frá þingmönnum en ekkert gerist.
Ég reikna með tugum þúsunda mótmælenda á Austurvelli næsta laugardag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)