Þjóðarskuldir vegna einkafyrirtækja

Fyrir nokkrum dögum sagði Geir að ekki kæmi til greina að þjóðin þyrfti að borga skuldir bankanna. Almenningur ætti ekki að þurfa að borga skuldir einkafyrirtækja. Nú hins vegar er búið að taka lán hjá IMF sem verður borgað til baka með skattfé, m.a. mínu.

Ég hef aldrei átt hlutabréf.

Bíllinn minn er 17 ára gömul Toyota.

Íbúðin mín er 25 ára með upprunalegum innréttingum og tækjum.

Sjónvarpið mitt er túpu sjónvarp.

Ég er grunnskólakennari og var fastur í ömurlegum kjarasamningi 2004-2008.

Af hverju á ég að taka þátt í þessum afborgunum?


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur H

Við virðumst öll eiga að taka þátt í þessu vegna þess að það voru íslensk stjórnvöld sem leyfðu bankakerfinu að þenjast svona út. Bankarnir störfuðu á ábyrgð ríkisins og nú verður ríkið - við - að axla þessa ábyrgð.

Manni fallast bara hendur. Hvers vegna í ósköpunum sinntu stjórnvöldin ekki því grunnhlutverki að passa að svona færi ekki? Hverskonar stjórnvöld eru það sem horfa á með velþóknun að bankarnir veðsetji þjóðina upp í rjáfur?

Leifur H, 30.10.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég er á því að þeir sem bera ábyrgð eru ríkisstjórnin, seðlabankinn og fjármálaeftirlitið. Þessir aðilar brugðust og eiga því að víkja og nýtt fólk að koma í staðinn.

Sigurður Haukur Gíslason, 30.10.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Verst er að ég sé ekki að eitthvað annað fólk myndi bjóða sig fram fyrir hönd flokkana. Er ekki í góðu lagi að þeir sem "subbuðu" út séu látnir þrífa eftir sig!!!!

Kristín Guðbjörg Snæland, 3.11.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband