Ég sagði mig úr Samfylkingunni í dag

Ég styð ekki flokk sem:

-ætlar að láta núverandi Seðlabankastjórn útdeila láninu frá IMF.

-ætlar að sitja að völdum út þetta kjörtímabil í stað þess að boða til kosninga næsta vor.

-ætlar að eyða 2 milljörðum í útflutningsbætur á notuðum bílum undir því yfirskini að það hjálpi heimilum í landinu best.

-ætlar ekki að fá erlenda, óháða aðila til að rannsaka hrunið.

- lætur það óátalið að fyrrverandi bankaeigendur séu að kaupa verðmætin úr brunarústunum og skilja okkur skattgreiðendur eftir með skuldirnar.

 


mbl.is Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gott hjá þér. Það er útgangan. 

Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Johnny Bravo

Flott ef að menn eins og þú hætta þá er þetta orðin starfhæfur flokkur sem minnir á gamla Alþýðuflokkinn. Ekki hægt að hafa svona mótmælendur Íslands í stjórn. Hvað gott á að koma út úr kosningum 3 flokkar eftir VG samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Sami gamli skríllinn, ef þú vilt stjórn VG og Samfylkingar verður bara að ganga í VG

Það á nú ekkert að gefa þessa peninga, það á bara að skipta þeim á viðkomandi gengi í aðra gjaldmiðla og þá er krónan komin á flot, kaupa krónur sem við prentuðum og seldum einhverjum á hærra gengi en nú er, það getur verið að svo þurfi að styrkja krónuna smá en það kemur í ljós. um að gera að hefta samt ekki útflutning of mikið eins og hann hefur verið sveltur í 6ár, með háu gengi.

Það er um að gera að selja þessa bíladruslur aftur úr landi og skapa gjaldeyri.

Ég held nú að samfylkingin vilji alveg fá erlenda aðila til að rannsaka aflverju Glitnir lánaði vinum eigenda 1000ma. og fór á hausinn og drógu Stoðir og svo restinni af íslandi með sér. Er Jón Gerald Sullberger erlendur aðili?

 Síðasta punktinum er ég hjartanlega sammála, aflverju eru eigendur Max að fá BT samkeppnisaðila uppí hendurnar, hélt að bankarnir ættu að stuðla að samkeppni.

Johnny Bravo, 24.11.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Bravo Johnny! Alltaf dáðst að mönnum sem þora skrifa undir nafni.

Frábær ályktunarhæfni að þar sem ég styðji ekki núverandi ríkisstjórn þá ætti ég að ganga í VG. Með sömu rökum ættir þú að ganga í sjóinn.

Af hverju má ekki selja nýju bílana úr landi? Fæst ekki meiri gjaldeyrir fyrir nýja bíla en gamla?

Eitt er að vilja og annað að gera. Nú eru sjö vikur liðnar og enn bólar ekkert á þessari rannsókn. 

Sigurður Haukur Gíslason, 24.11.2008 kl. 16:41

4 identicon

Sæll Sigurður

Þarna koma skýr og klár skilaboð frá þér - vonandi að þeim Íslendingum fjölgi sem fari að dæmi þínu og gefi frá sér afdráttarlaus skilaboð.

Kveðjur

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:03

5 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

flott hjá þér! meira af þessu!

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 18:33

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég reikna með að þar sem þú ert einn af stofnfélögum flokksins þá hafi þetta verið sársaukafull nokku ákvörðun fyrir þig en gerð af fullri sannfæringu. Ég get tekið undir með þeim sem óska þér til hamingjum með að hafa fylgt sannfæringu þinni. Ég fæ mig þó ekki til að samfagna því að Samfylkingin sé að ganga frá sjálri sér.

Mér finnst sársaukafullt að horfa upp á það hvernig Samfylkingin hefur eiginlega horfið inn í Sjálfstæðisflokkinn í þeirra stuttu stjórnunarsambúð. Ég sé í rauninni engan mun á stjórnarparinu. Því miður! Mér finnst það miður vegna þess að ég hef alltaf tortryggt stefnumarkmið Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkingin gaf sig út fyrir að vera eitthvað annað en markaðsvæðingarsinna og nýfrjálshyggjugæðinga.

Mér leist reyndar svo illa á stefnuskrá þeirra fyrir síðustu alþingiskosningar að ég ákvað að setja krossinn minn þar sem ég treysti á meira mótvægi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Kannski er það að koma í ljós að það er engum treystandi til að hnekkja völdum hans nema honum sjálfum. Mér sýnist hins vegar að með því að þingmenn Sjálfstæðisflokks éti upp sinn eigin trúverðugleika þá hrynji trúverðugleiki annarra pólitíkusa með þeim.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 02:58

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Rakel. Já það er sárt að yfirgefa flokk sem ég hef starfað með undanfarin ár. Auk þess sem konan mín gegnir trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og faðir minn líka.

En mér ofbýður ráðaleysi og hugleysi ríkisstjórnarinnar. Það kom enn og aftur skýrt fram á fundinum í Háskólabíói í gær og ekket útlit fyrir að það breytist.

Sigurður Haukur Gíslason, 25.11.2008 kl. 10:29

8 identicon

Sæll Sigurður

verður maður ekki að vona að eitthvað gerizt áður en lánið kemur. Annars þarf maður að skoða sinn hug.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott hjá þér að fylgja sannfæringu þinni. Skil mjög vel að þér ofbjóði ráða- og hugleysi ríkisstjórnarinnar. Það er reyndar svo bert að ég trúi ekki öðru en þau upplifi það sjálf og þess vegna grunar mig að það sé valdafýsnin sem kemur í veg fyrir það að fulltrúar hennar horfist í augu við það sjálfir og viðurkenni eigið getuleysi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.11.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband