Að gefa auðlindir

Tek orðrétt úr fréttinni:

"Styrmir sagði, að spurningin um Ísland og Evrópusambandið sé mjög einföld og snúist um það, hvort Íslendingar vilji afhenda Evrópusambandinu yfirráð yfir auðlindum landsins."

Er þetta ekki eins og að ætla að spila fótboltaleik og vera ákveðinn í því að tapa?

Er þetta ekki eins og að selja bílinn sinn og reikna með því að kaupandinn græði en maður sjálfur tapi?

Er þetta ekki eins og að fara í kjaraviðræður og reikna með því að atvinnurekandinn svíni á manni?

Hvernig væri að fara í þessar viðræður og setja spilin uppá borðið í stað "ef og kannski"?

Við hvað er Styrmir hræddur?

Ég er Evrópusinni en ef innganga í ESB kostar okkur yfirráð yfir auðlindunum þá segi ég NEI. En ég þarf að sjá samninginn áður en ég geri upp hug minn. Ekki " ef og hefði".

 


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Trúir einhver því að ESB sé að tryggja sér aðgang að Íslenskum mörkuðum?

Haldið þið virkilega að ESB sé góðgerðarsamtök?

Júlíus Björnsson, 2.12.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Nei Júlíus, ESB eru ekki góðgerðarsamtök heldur hagsmunabandalag. Það sem við Íslendingar þurfum að fá að vita hvort okkar hagsmunum sé betur borgið fyrir innan eða utan ESB.

Það gerist með því að gera samning sem þjóðin fær svo að taka afstöðu til.

Sigurður Haukur Gíslason, 2.12.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er Evrópusinni en ef innganga í ESB tryggir okkur öllum betri hag þá segi ég Já. En ég þarf að ekki samninginn áður en ég geri upp hug minn. En  þeir sem þurfa þess með eiga fullan rétt á því í lýðræðilegu þjóðfélagi annað er ekki líðandi.

Ég held áfram að vera Evrópusinni þó þjóðinn segi nei, því ég sé aðra valmöguleika í stöðunni sem ég tel betur bjarga hagsmunum þjóðarinnar allrar.

Gallarnir sýnulegu sem hafa komið fram við ESB-samninginn eru vísbending um það sem fylgir í kjölfarið. Lífskjör allra hafa minnkað. Það eru gæðin en ekki magnið sem skiptir mestu máli hjá litlum þjóðum. 

Júlíus Björnsson, 2.12.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband