22.1.2009 | 22:00
Hvað breyttist Ingibjörg?
Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar 22. nóv. sl. sagði Ingibjörg Sólrún að það væri engin ástæða til að boða til kosninga næsta vor. Þessi ríkisstjórn væri best treystandi til að koma landinu úr þessum djúpa efnahagsdal. Samt voru Björgvin og Þórunn búin að lýsa því yfir á þessum tíma að kannski væri réttast að kjósa í vor.
Ég spyr: Hvað hefur breyst síðan þessi ræða var haldin?
Mitt svar er að Ingibjörg er búin að átta sig á því að þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnið eins og hún hélt í nóvember sl. Og ef það er rétt, eftir hverju er verið að bíða?
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 17:07
Að lesa leikinn
Enn og aftur sýna alþingismenn okkur að þeir eru ekki tengdir við veruleikann. Þorgerður Katrín sagði í viðtali í dag að mótmælendur þyrftu að átta sig á því að þingmennirnir eru lýðræðislega kjörnir og þyrftu vinnufrið.
Ekki datt þeim í hug að stytta jólafríið til að ræða ástand heimilanna og alls almennings í landinu.
Ekki datt þeim í hug á fyrsta degi þingsins að ræða ástandið í þjóðfélaginu og hvaða skref ætti að stíga næstu daga og vikur.
Ekki datt þeim í hug að ræða hugsanlegar breytingar í Seðlabankanum eða Fjármálaeftirlitinu.
Þeim datt í hug að í dag væri rétti tíminn til að ræða hvort afnema ætti einkasölu á léttu áfengi. Ég verð að viðurkenna að mér finnst bjór góður en núna er mér nokk sama hvort ég geti keypt hann í næstu kjörbúð eða í næstu vínbúð. Þetta bara skiptir engu máli núna þegar lánið mitt hækkar um mörg hundruð þúsund milli mánaða. Þetta skitir engu máli fyrir fólk sem er að missa húsnæði, bíla og atvinnu.
Þingmenn eru ekki að lesa leikinn rétt.
Segir sjálfsagt að fresta áfengismáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 17:00
Ráðherraræði
Eins og Karl lýsir þessu þá er þetta geðþóttaákvörðun Sjávarútvegsráðherra. Samfylkingin sem er í ríkisstjórn er ekki höfð með í ráðum og fær að vita ákvörðunina eftirá.
Mér fannst nú Framsóknarflokkurinn leggjast lágt í síðustu ríkisstjórn til að þóknast Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingin er þessa daganna að setja ný viðmið í undirlægjusemi.
Vill kvótann á markað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 08:42
Aftur til fortíðar
Með þessum aðgerðum er grunnskólanum kippt mörg ár aftur í tímann. Hugtök eins og einstaklingsmiðað nám og skóli án aðgreiningar hverfa.
Nú þegar er búið að skera niður fjölmargar vettvangsferðir sem nemendur hafa farið í s.s Reykir, Alviðra og ýmsar safnaferðir. Því má álykta að námið í grunnskólanum verði ekki eins innihaldsríkt og áður.
Var ekki einhver að tala um að kreppan ætti ekki að bitna á börnunum?
Óttast fjölgun í bekkjum og fækkun kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 00:05
Jafnrétti í orði en ekki á borði
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni. Nefndinni ber meðal annars að skoða hvort ástæða sé til að breyta íslenskri löggjöf og veita dómurum heimild til að ákveða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns þrátt fyrir að annað foreldri sé því andvígt.
Það sem vekur athygli mína að í nefndinni sitja bara konur.
Var ekki eitthvað í stjórnarsáttmálanum um að gæta að jafnrétti kynjanna þegar skipað er í ráð og nefndir?
Er það eðlilegt að í þessum málaflokki, þar sem hallar verulega á karla, að þeir fái ekki einu sinni einn fulltrúa í nefndina?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2009 | 16:19
Hvalveiðar og Kópavogur
Í Mogganum og Fréttablaðinu í gær voru heilsíðuauglýsingar þar sem skorað er á stjórnvöld að hefja hvalveiðar aftur.
Undir þessa áskorun rita fjölmörg sjómanna og útgerðafélög auk örfárra sveitarfélaga. Kópavogur er eitt þessara sveitarfélaga og ég spyr:
Af hverju er Kópavogur að eyða peningum í svona auglýsingu? Var ekki bara hægt að hringja í sjávarútvegsráðherra í staðinn? Hér í Kópavogi er blóðugur niðurskurður í skólakerfinu en svo eru settir peningar í svona vitleysu.
Og er það almenn skoðun bæjarbúa að hefja hvalveiðar? Hvaða hagsmuni hafa Kópavogsbúar af hvalveiðum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 16:16
Verkkvíði Sjálfstæðisflokksins
Eru forystumenn Sjálfstæðisflokksins haldnir verkkvíða?
Það borgar sig ekki að fara í mál - við töpu því örugglega.
Það borgar sig ekki að fara í aðildarviðræður við ESB - þær verða örugglega óhagstæðar.
Heldur Sjálfstæðisflokkurinn að allt lagist af sjálfu sér?
Vonlaust dómsmál gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2008 | 14:41
Greiða kennarar mat nemendanna?
Á miðopnu Moggans í dag er fréttaskýring um matarkostnað nemenda í grunnskólum með fyrirsögninni:
"Greiða nemendur mat kennaranna?
Þessari spurningu veltir matreiðslumaður fyrir sér sem þekkir vel til í rekstri skólamötuneyta. Hann segir að hráefniskostnaður 6-11 ára nemenda sé ekki nema 100 kr. og á unglingastigi aldrei meira en 250 kr. en nemendur borga 250-280 kr. fyrir matinn. Hann spyr hvort mismunurinn fari í að greiða matinn ofan í aðra starfsmenn skólanna.
Ég borða sama mat og nemendur mínir og borga 482 kr. fyrir skammtinn. Ef hráefniskostnaðurinn er 250 kr. í hvað fara þá 232 kr. sem ég borga umfram hráefniskostnað? Í kjarasamningum kennara er kveðið á um að kennurum sé gefinn kostur á að kaupa mat í skólunum og borga hráefniskostnað en sveitarfélagið borgar laun matráðs.
Er ég kannski að niðurgreiða mat nemenda? Er það ekki ólögleg skattlagning?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2008 | 13:23
Gleðileg jól
Megið þið öll hafa það sem allra best um jólin.
Sigurður Haukur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 16:48
Skólabókardæmi
Það kemur ekki fram í fréttinni hvað það er sem Félag fasteignasala er svona óánægt með.
Getur einhver komið með dæmi? (Skólabókardæmi)
Segja frumvarp alvarlega gallað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)