Færsluflokkur: Bloggar

Hvaðan á orkan að koma?

Það vantar í fréttina hvaðan orkan á að koma til að knýja þetta gagnaver.

Er það orkan sem á (átti) að fara í Helguvík eða einhver önnur orka?


mbl.is 180.000 fm fyrir gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjól atvinnulífsins

Eins og allir vita þá eru öll hjól atvinnulífsins loftlaus um þessar mundir, ekki síst vegna ófrágenginnar niðurstöðu í Icesave. Nú þegar á að fara að pumpa lofti í dekkin þá kemur stjórnarandstaðan í veg fyrir það.

Hver er tilgangurinn með því? Er stjórnarandstaðan ekki sammála að fá niðurstöðu í Icesave málinu? Af eða á?

Þessi vinnubrögð minna mig frekar á grunnskólanemendur en ábyrga þingmenn.


mbl.is Icesave ekki á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræmd próf

Þessi umræða er komin út á undarlegar brautir og rétt að benda á eftirfarandi atriði:

  • Samræmd lokapróf í grunnskóla hvorki fjölga né fækka framhaldsskólaplássum. Í fyrra vor þurftu ákveðnir framhaldsskólar að vísa nemendum frá þrátt fyrir að nemendur höfðu lokið samræmdum prófum.
  • Samræmd lokapróf eru ekkert betri mælistika á nemendur heldur en skólaeinkunnir, bara öðruvísi.
  • Skólaeinkunnir hafa ekki bólgnað eins og ég útskýrði hér.
  • Kennsla og nám í grunnskólum landsins er sem betur fer ekki einsleitt og því ekki hægt að mæla það með samræmdum prófum. Samræmd próf mæla vissulega ákveðna þekkingarþætti en alls ekki alla kunnáttu nemenda.
  • Framhaldsskólarnir hentu út samræmdum stúdentsprófum fyrir nokkrum árum með þeim rökum að þeim sjálfum væri treystandi að meta sína nemendur. Þessi rök gilda líka fyrir grunnskólann.
  • Það er ekki búið að afnema samræmd próf. Þau verða áfram í 4., 7. og 10. bekk.

mbl.is Ráðherra skoðar inntökukerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bólgnar einkunnir

Rétt er að benda á að einkunnir hafa ekki bólgnað eins og ætla mætti í fyrstu. Þar til nú í vor þá stóð lokaeinkunn nemanda úr 10. bekk tveimur þáttum, skólaeinkunn og samræmduprófseinkunn. Í nær öllum tilvikum þá voru einkunnir úr samræmduprófunum mun lægri en skólaeinkunnir. (Sem er eðlilegt þar sem samræmduprófin mæla t.d. ekki áhuga, vinnusemi, frumkvæði, samstarf...)

Nú þegar engin samræmdupróf eru til staðar er því eðlilegt að lokaeinkunnir hafi hækkað frá því í fyrra en það er ekki þar með sagt að skólaeinkunnir hafi hækkað milli ára hjá hverjum skóla fyrir sig.

Undirritaður kennir stærðfræði og eðlisfræði í 10. bekk.


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn trúðu ekki Ómari

Voðalegt skilningsleysi er þetta hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Í síðustu viku gaf Ómar það út að ef hann yrði áfram í meirihlutasamtarfi við Sjálfstæðisflokkinn þá þyrfti Gunnar að standa uppúr bæjarstjórastólnum og einhver annar Sjálfstæðismaður að taka við.

Þá fundar fulltrúaráðið um hver eigi að taka við af Gunnari en niðurstaða fundarins var að reyna að snúa uppá handlegginn á Ómari og leyfa Gunnari að vera áfram bæjarstjóri. Gunnar fer svo á fund Ómars í morgun en fær sama svar og í síðustu viku.

Farsi!


mbl.is Gunnar hættir sem bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar Framsóknarflokkurinn að gera?

Ómari er brugðið en samt hefur hann verið formaður bæjarráðs Kópavogs í þrjú ár. Hann hefur því treyst Gunnari í blindni. Hins vegar vekja þessi ummæli Ómars fleiri spurningar en svör:

„Hvernig er með bókhaldið gagnvart öðrum fyrirtækjum? Er víða pottur brotinn eða er þetta bara um þetta eina fyrirtæki,“ spyr Ómar þegar hann er spurður út í það hvað þetta þýði fyrir bæjarstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Ætlar Framsóknarflokkurinn að halda samstarfinu áfram ef þetta er "bara þetta eina fyrirtæki" sem hefur átt í svona viðskiptum við bæinn?


mbl.is „Mér er bara brugðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju Halldór?

Grunnskólakennarar voru fastir í ömurlegum kjarasamningi á árunum 2004-2008.

Af hverju, Halldór Halldórsson, var ekki hægt að hækka laun kennara meira en gert var? Á þessum árum var mesta góðæri sem sveitarfélög hafa upplifað. Á síðastliðnu ári hafa kennarar fengið örlitla leiðréttingu á sínum kjörum.

Af hverju Halldór, er það réttlætanlegt að lækka laun kennara núna? Mér er fyrirmunað að skilja af hverju ekki er hægt að hækka launin í góðæri en lítið mál að lækka í hallæri.

Ef þið eigið svona erfitt með að reka grunnskólann (sem þið hafið alltaf vælt yfir frá því hann fluttist frá ríki til sveitarfélaga) af hverju farið þið ekki frekar fram á það við ríkið að það taki aftur við grunnskólanum í stað þess að fá heimild til að skerða nám barnanna?

(Auka spurning: Hvað eru SA og ASÍ að ræða þessa dagana? Heldurðu að ASÍ samþykki að lækka laun sinna félagsmanna?)


mbl.is Hætta viðræðum ef skerða á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast ekki því Ómar veit

Auðvitað óttast Gunnar ekki að Ómar hlaupist undan ábyrgð núna. Ómar hefur starfað með Gunnari í meirihlutasamstarfi í þrjú ár og er þ.a.l. ábyrgur fyrir verkum meirihlutans.

Hins vegar ef er það slæmt mál ef Ómar hefur ekki vitað af þessu. Þá spyr maður sig í framhaldi hvað fleira hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi gert án vitneskju Framsóknarmanna?

Hvort heldur sem er þá eru Framsóknarmenn í Kópavogi í slæmum málum, svo maður tali nú ekki um Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Óttast ekki meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein ályktun

Formaður Félags grunnskólakennara sagði í fréttum að hann saknaði þess að hafa ekki heyrt meira frá foreldrum og samtökum þeirra. Formanni Heimilis og skóla finnst það ósanngjörn gagnrýni.

Ég er sammála Ólafi. Ein ályktun frá einu félagi er harla lítið. Sérstaklega í ljósi þess að nú stendur yfir blóðugur niðurskurður í flestum sveitarfélögum landsins sem bitnar á nemendum.


mbl.is Bitni ekki á börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koltrefjarnar taka við af álinu

Segir niðurlag fréttarinnar ekki allt sem þarf:

"Talið er að þetta efni muni á næstu árum leysa af hólmi þekkt smíðaefni í iðnaði eins og ál, stál og timbur, en efnið er td. mun léttara en ál. "

Eru þetta ekki nægjanleg rök til að slá frekari álversframkvæmdum á frest?

(sjá einnig ársgamalt blogg mitt um sama efni)

 


mbl.is Áhugi á koltrefjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband