Hvaðan á orkan að koma?

Það vantar í fréttina hvaðan orkan á að koma til að knýja þetta gagnaver.

Er það orkan sem á (átti) að fara í Helguvík eða einhver önnur orka?


mbl.is 180.000 fm fyrir gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða máli skiptir það? Er ekki aðal atriðið að þarna er verið að opna gagnaver sem þarf einhverjar framkvæmdir og þegar það er komið í gagnið skapar það störfð????

nonni (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Til samanburðar er Korputorg 42,000 fm

Sturla Snorrason, 7.11.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Ólafur Als

Vantar orku? Á nú enn einu sinni að berja í drumbur afturhalds? Er það þess konar viðhorf sem grunnskólakennarar þessa lands bera með sér inn í skólastofur barna okkar? Að einblína á það sem mögulega ekki er hægt? Að sjá hindranir í stað tækifæra? Þeir sem til þekkja vita sem er að næg orka er fyrir hendi, ef ekki á nesinu sjálfu, þá frá vrkjunum á SV-landi og suðurlandi.

Ólafur Als, 7.11.2009 kl. 10:49

4 identicon

Árni Sigfússon er eini stjórnmálamaðurinn sem hrindir hér í framkvæmd verkefnum er skapa störf og bæta líf okkar í framtíðinni. Mikið væri landið nú betur komið ef slíkur maður héldi um stjórnvölinn í flugvélinni (þar með er ég ekki að segja að flugfreyjur séu ekki líka mikilvægar)

omj (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 11:04

5 identicon

Novator sem er í eigu björgúlfs. á verne holding

Runi (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 11:33

6 identicon

Vinstra liðið á landinu sem gengur undir nafninu " Eitthvað annað" - er að missa tökin.

 Unga fólkið sem er að erfa landið vill lifibrauð - framkvæmdir.

 Burt með vinstri sút !

 Heill Árna & Sjálfstæðisflokknum á Reykjanesi !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 11:53

7 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Nonni!

Það þarf mikla orku til að starfrækja svona gagnaver. Ertu að mæla með því að byggja það fyrst og spá svo hvernig hægt er að stinga því í samband?

Sigurður Haukur Gíslason, 7.11.2009 kl. 12:11

8 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ólafur Als.

Hvernig færðu það út að með þessari einföldu spurningu minni sé ég að predika afturhald í minni kennslu?

Þetta er einföld og eðlileg spurning og þú virðist vera með svarið. Að það sé næg orka til á Reykjanesi og suðurlandi. Af hverju segir þú það ekki í stað þess að ausa drullu út um allt?

Sigurður Haukur Gíslason, 7.11.2009 kl. 12:17

9 identicon

Við gætum kanksi knúið það áfram á tuði og neikvæðni landsmanna... Þær væri næg orka fyrir 100 álver..

Hjalti P Finnsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 13:54

10 Smámynd: Ólafur Als

Sigurður,

taktu ábyrgð á fyrirsögninni og því viðhorfi sem hún lýsir. Íslendingar þurfa á því að halda að leita uppi tækifæri en ekki horfa í hindranir. Það er MITT viðhorf. Ég geri þá kröfu á hendur þér, úr því að þú titlar þig kennara og formann KMSK, að leita uppi tækifæri til uppbyggingar fyrir land og þjóð - það er sá siðferðisboðskapur sem mætti einkenni störf þín og viðhorf. Leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér í þessu, þ.e. að þú sjáir ekki tækifærin í uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum. Að fyrirsögninni hafi ekki verið ætlað að sá kornum efasemda ...

Það er alkunna að til er næg orka til þess að knýja gagnaver og aðra iðnaðaruppbyggingu sem fyrirhuguð er á SV-horninu. Að bera brigður á það lýsir afstöðu afturhalds sem klæðir sig m.a. í grænan hjúp einstrengingsháttar.

Ólafur Als, 7.11.2009 kl. 15:46

11 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ólafur.

Hvaða viðhorfi lýsir fyrirsögnin á blogginu og hvaða rétt hefur þú til að túlka hana út og suður?

Hvað kemur starf mitt þessu gagnaveri við? Mega grunnskólakennara ekki hafa skoðun á þjóðmálum? 

Og hvað ertu að dylgja að ég sé svo ófaglegur í starfi mínu ég sé að troða mínum skoðunum upp á nemendur mína? Mitt starf kemur þessu bloggi ekkert við.

Ef það er næg orka til að knýja þetta gagnaver, af hverju ekki að segja það bara í stað þess að sálgreina mig af fimm orða fyrirsögn? Þetta heitir smjörklípuaðferð sem rökþrota menn grípa til þegar allt annað þrýtur.

En finnst þér er svo umhugað um mitt viðhorf þá er það þetta:

Mér finnst nóg komið af álverum og finnst ekki rétt að setja fleiri egg í þá körfu.

Ég er mjög hlynntur gagnaverum og öðrum þeim iðnaði sem skapar störf fyrir mun minni pening en álver kosta.

Nú hafa vísindamenn bent á að það sé ekki næg orka á Reykjarnesinu til að knýja álverið í Helguvík og ekki heldur á Hellisheiði. Af þeim sökum er eðlilegt að spyrja hvaðan eiga önnur iðnfyrirtæki í framtíðinni að fá orku eftir að álverið í Helguvík tekur til starfa?

Bendi á Dofra hér  og hér til að skýra málið frekar.

Sigurður Haukur Gíslason, 7.11.2009 kl. 16:57

12 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hjalti!

Þetta er mjög málefnanlegt og gagnegt innlegg í umræðuna.

Sigurður Haukur Gíslason, 7.11.2009 kl. 16:59

13 Smámynd: Ólafur Als

Sigurður,

það var að vonum að þú bentir á Dofra. Hann hefur ekki bent á að það sé ekki næg orka til að gera hvort tveggja; að byggja upp gagnaver OG orkufrekan annan iðnað - sé horft til virkjanakosta annarra en þú nefnir.

Það hræðir mig þegar menn titla sig hitt og þetta en vilja svo ekki kannast við að viðhorf þeirra, pólitísk eða önnur, hafi ekki áhrif inn á vinnustað. Það er fyrir mér afar raunverulegt og á ekkert skylt við smjörklípur eða aðrar rökleysur.

Eins og gefur að skilja leyfist okkur báðum að hafa skoðanir á þjóðmálunum. Það er til eftirbreytni, ef þeir einstaklingar, sem eru ráðnir til þess að efla hug og hönd barna okkar, er umhugað um hag þeirra í nútíð og framtíð en ekki fastir í kreddum á borð við það að ekki megi nýta landsins sjálfbæru gögn og gæði.

Um fagmennsku þína get ég lítið sagt annað en að ég vona að þú sért farsæll í þínu starfi og að þú getir gott af þér leitt á þínum vinnustað. Mér er enda umhugað um það þar eð ég á dreng á grunnskólaaldri auk þess að hafa starfað við kennslu, þó í litlum mæli hafi verið.

Læt þetta nú duga í bili en treysti því að við sammælumst um ágæti þess að stuðla að uppbyggingu gagnavera en stöndum jafnframt ekki í vegi annarra kosta.

Ólafur Als, 7.11.2009 kl. 20:45

14 identicon

Sem Suðurnesjabúi ætla ég nú ekki að halda niður í mér andanum yfir þessum fréttum, væri dauð núna ef ég hefði gert það vegna stórfrétta í fréttum af allri atvinnuppbyggingu Árna Sigfússonar og hans flokks undanfarin kjörtímabil, vantar ekki myndir í fjölmiðlum frá undirskriftum, sérstaklega frá svokölluðum viljayfirlýsingum, (humm hvað varð um stálpípuverksmiðjuna sem öllu átti að bjarga á sínum tíma).  Staðreyndin er sú að síðan Kaninn fór og atvinnuleysi sagði í fyrsta sinn fyrir alvöru til sín í Reykjanesbæ hefur ekkert gerst.  Jú mikið rétt, hér fór í gang byggingarþensla, svo mikil að flytja þurfti inn útlendinga hundruðum saman til að vinna við það............og hvað svo, já mikið rétt, hér eru ENN fleiri tómar íbúðir en voru fyrir.  Val á milli álvers og gagnavers er auðvelt, auðvitað velur maður gagnaverið.

Jónína (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 21:16

15 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn heldur námskeið fyrir bloggara svo þeir geti birst m.a. á svona bloggsíðum og kommentað á góða bloggara. Þetta er ofbeldi sem er beitt gagngert til að kæfa niður umræðu.

 Og þessi ömurlega Keflavikurganga var aðhlátursefni út um allt land. Frægðarmenni eins og Einar umbi og svo fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með börnin sín að ganga Keflavíkurgöngu. Bara til að komast í sjónvarpið og segja að það vantaði vinnu á suðurnesin og eina sem þeir vilja er stóriðja. Sem býr til örfá störf þegar upp er staðið.

Rósa (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband