Bólgnar einkunnir

Rétt er að benda á að einkunnir hafa ekki bólgnað eins og ætla mætti í fyrstu. Þar til nú í vor þá stóð lokaeinkunn nemanda úr 10. bekk tveimur þáttum, skólaeinkunn og samræmduprófseinkunn. Í nær öllum tilvikum þá voru einkunnir úr samræmduprófunum mun lægri en skólaeinkunnir. (Sem er eðlilegt þar sem samræmduprófin mæla t.d. ekki áhuga, vinnusemi, frumkvæði, samstarf...)

Nú þegar engin samræmdupróf eru til staðar er því eðlilegt að lokaeinkunnir hafi hækkað frá því í fyrra en það er ekki þar með sagt að skólaeinkunnir hafi hækkað milli ára hjá hverjum skóla fyrir sig.

Undirritaður kennir stærðfræði og eðlisfræði í 10. bekk.


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú er svo, að ég óttast mjög upptöku inntökuprófa í framhaldsskóla og að nemendur sem ljúka grunnmenntun, þurfi að fórna sumri við próflestur og þreyingu inntökuprófa.

Hinsvegar er ekki við öðru að búast, þegar litið er til þeirrar þróunar sem orðið hefur í starfi og að ekki sé nú talað um árangur starfsins í Grunnskólunum. 

Pisa skýrslan síðasta ætti að vera nægt umhugsunarefni, svo ekki sé hætt við samræmd próf.

Árangur í skólastarfi okkar er með hreinum ólíkindum og tilefni til  að ausa sig ösku til yfirbótar og skömmustu.  Hvergi er meira fé varið til skólastarfsins að tiltölu en hér, (samkvæmt skýrslu  SÞ) en hvergi í Evrópu er lélegri afkoma og afrakstur en hér (Pisa Skýrslan).

Ef þetta er ekki nægjanlegt til að hringja viðvörunarbjöllum um framtíð skólastarfs á ,,hærri" stigum, veit ég ekki hvaða hávaða þarf til að vekja menn.

Ekki vantar aukningu í greinum BA gráða og þjóðfélagslegra pælinga svo sem ,,Kynjafræði" og viðlíka ,,vísindi". 

Okkur vantar skynsemi í uppbyggingu fræða og vísindagreina hér á landi.  Ekki meira af þjóðfélagslegu greinum og Hagfræði, hver ,,vísindi" breytast hraðar í hugum Prófessora og Doktora, hraðar en veðráttan að Kvískerjum.  (sjá skoðanir og lærðar álitsgerðir slíkra 2007 2008 og að hausti 2008 og nú 2009 bæði í ársbyrjun og nú um hæstan dag að sumri)+

Með virðingu fyrir kennurum í Raunvísindum og uppalendum svona yfirleitt

Miðbæjaríhaldið

fyrrum heyrari í vísindum o gleiðbeinandi í handverki

Bjarni Kjartansson, 23.6.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Tek undir hvert orð Bjarni. Það er búið að setja mikla peninga í grunnskólann undanfarin ár en þessi aukning hefur ekki farið í laun kennara heldur í aðra þætti s.s. skólabyggingar, mötuneyti sérfræðiþjónustu og fl.

Þær þjóðir sem standa sig best í alþjóðlegum námskönnunum eiga þrennt sameiginlegt:

  1. Miklar kröfur í kennaranámi (yfirleitt fimm ára nám en ekki þrjú eins og hér)
  2. Góð laun kennara.
  3. Virðing samfélagsins fyrir kennurum og störfum þeirra.

 Ekkert af þessu er til staðar á Íslandi.

Sigurður Haukur Gíslason, 23.6.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég held svei mér þá að ég myndi setja virðinguna efsta.  Alveg sammála Sigurði hér.

Svo áttar móðirin í greininni sig greinilega ekki á að MR tekur bara inn fyrsta val, ef ég veit rétt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.6.2009 kl. 10:45

4 identicon

Kæri Sigurður, ég er ekki viss um að þú og þeir sem hlusta á þig lesi fleiri síður, þannig að ég sendi þér líka hingað komment mitt við komment sem þú gerðir: 

Gaman að hitta á ykkur Sigurður og Hans.

Hafið þið spáð í hitt: Evrópa vissi hvert stefndi með Ísland og gerði ekkert, eða þáverandi stjórnvöld á Íslandi tóku ekki við Hintum. Ég sá þýskan þátt um miðjan júlí 2008, þá virtist þetta verið orðin almenn vitneskja í Evrópu? Af hverju tóku þá ekki allir stórfjárfestar eins og líknarfélög og svoleiðis strax alla peninga útaf þessum hávaxtareikningum og settu þá í skjól? 

Ég sendi Linkinn á þennan fréttaþátt í Eyjuna, en sá ekki að neinn hefði fyrir þvi að fjalla um málið.

Ég er núna búin að skrifa ábendingu til Redaktion hjá ZDF, þá getur enginn látið eins og þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Lætin byrjuðu í Apríl þegar Seðlabankinn fékk ekki lánið sem hann sóttist eftir, þar á undan var músin búin að læðast. Fyrirtæki og einstaklingar fengu illa Bankalán, verkum var frestað, pöntuð vara var látin koma, grey sá sem pantaði!

Það er bara rúmt ár síðan þetta var raunveruleikinn okkar, eruð þið búnir að gleyma?

Kveðja, Káta. 

Káta (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 05:37

Káta (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband