Ætlar Samfylkingin ekki að láta á það reyna?

Af hverju leggur ríkisstjórnin ekki frumvarpið fram og lætur á það reyna? Biðja svo um nafnakall í atkvæðagreiðslu.

Þjóðin kallar á aukið lýðræði, núna strax og á næstu misserum. Persónukjör í næstu kosningum svarar að hluta til þessu ákalli. Að það sé stuttur fyrirvari er léleg afsökun fyrir að neita þessu nú.

Eða fylgir kannski ekki hugur máli? Við hvað er Samfylkingin hrædd?


mbl.is Persónukjör ekki lögfest nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurgreitt vegna þess að þetta komst upp? Annar hluti

Hefði Samfylkingin skilað þessu ef þetta mál hefði ekki verið í fjölmiðlum mánuði fyrir kosningar?
mbl.is Samfylkingin bætir fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurgreitt vegna þess að þetta komst upp?

Hefði Sjálfstæðisflokkurinn skilað þessu ef þetta mál hefði ekki verið í fjölmiðlum mánuði fyrir kosningar?
mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsímanotkun í grunnskóla.

Í mogganum í gær var frétt um farsímanotkun nemenda í grunnskólum. Ekki ætla ég að segja hvernig aðrir skólar hagi sínum reglum en reglurnar í skólanum þar sem ég kenni eru einfaldar og þær virka.

Nemendur mega koma með farsíma í skóla og nota þá í frímínútum. Ef sími hringir í kennslustund þá tekur kennari símann af nemandanum og foreldrar þurfa að sækja hann að loknum skóladegi. Reynsla okkar sýnir að nemendur passa að hafa símann stilltan á "hljótt" í kennslustundum því þau vilja ekki missa símann sinn í eina mínútu. Þau líka skilja það, að það gengur ekki að símar nemenda séu að hringja í kennslustund og trufla þar með kennsluna.

Ef sími nemanda hringir "óvart" í kennslustund þá getur maður gefið nemandanum sjéns gegn því að hann standi upp og syngi Gamla Nóa fyrir bekkjarfélagana. Trúið mér, það er ekki vinsælt hjá þeim sem þarf að syngja.

Þessar reglur gera það að verkum að ég verð nær aldrei var við farsíma nemenda í kennslustundum og bæði nemendur og kennarar ánægðir.


Ekki í Samfylkingunni

Það er enginn leiðtogi að stíga fram í Samfylkingunni. Leiðtogi er sá sem er í forystu, leiðir flokkinn. Það vill enginn gera það í Samfylkingunni. Flokksmenn búnir að suða í Jóhönnu í hálfan mánuð en hún vill alls ekki taka starfið að sér.

Neyðarlegt.

Á meðan ætla Dagur og Árni Páll að keppast um varaformannsembættið. Ætlið það verði þannig að sá sem tapar í varaformannsslagnum neyðist til að taka að sér formennskuna?

Eða ætla menn að suða í Jóni Baldvini og biðja hann að taka að sér starfið?

Neyðarlegt fyrir flokk sem ætlar sér að vera í forystu í næstu ríkisstjórn.


mbl.is Nýir leiðtogar stíga fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru einstæðir foreldrar?

Dóttir mín er sjö ára en frá því að ég skildi við móður hennar fyrir fimm árum þá er ég barnlaus skv. skattalögum. Nú hefur ríkisstjórn jafnaðar og réttlætis hækkað vaxtabæturnar.

Hvort á ég rétt á 237 þús. eða 305 þús. í vaxtabætur?

Getur einhver svarað því?


mbl.is Vaxtabætur hækka í 237 þús.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmalaus vinnubrögð

Á dagskrá þingsins í dag er frumvarp um breytingu á barnalögum í þá átt að skerða upplýsingar skóla til forsjárlausra foreldra. Verði þetta frumvarp að lögum þá hafa forsjárlausir foreldrar ekki rétt á að fá skriflegar upplýsingar frá skólum.

Þetta þýðir m.a. að aðgangur minn að mentor verður tekinn af mér auk þess sem kennara er óheimilt að gefa mér skriflegar upplýsingar um námsframvindu barnsins míns, t.d. einkunnir.

Samt er mér treyst fyrir því að barnið komi lært í skólann o.s. frv.

Ég skora á alþingismenn að breyta þessu frumvarpi.

Nánar um málið hér og hér.


mbl.is Samkomulag um að ljúka stjórnlagaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutlaus rannsókn

Þetta eru góðar fréttir. Ég hef haldið því fram síðan fjármálakerfið hrundi að nauðsynlegt væri að fá hingað óháða, erlenda aðila til að stjórna rannsókn á því sem gerðist. Sá sem stýrir svona rannsókn þarf að njóta trausts almennings í landinu og ekki síður þeirra sem rannsakaðir verða.

Þeir sem hafa hreina samvisku ættu að fagna því að svona reynslumikil kona skuli koma að málum með þessum hætti.


mbl.is Eva Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur næsti formaður?

Nú er lag fyrir Dag að uppfæra framboð sitt til varaformanns og bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Þar eru mjög margir kjósendur óákveðnir því þeir gátu ekki hugsað sér að kjósa þá sem stóðu vaktina þegar allt hrundi.

Ef Samfylkingin á sínum tíma treysti Degi fyrir að vera borgarstjóri þá hlýtur hún að treysta honum til formennsku í flokknum.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með batnandi mönnum er best að lifa

Það var mikið að einhver af fyrrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins viðurkenndi mistök við stjórn efnahagsmála. Í pistli Þorgerðar játar hún að Sjálfstæðismenn hafi brugðist Sjálfstæðisstefnunni.

Hins vegar baðst hún ekki afsökunar á mistökum sínum en það kemur kannski í næsta pistli.


mbl.is Sjálfstæðismenn bar af leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband