Réttindi barna við skilnað

Var á góðri ráðstefnu um réttindi barna við skilnað sem Félag um foreldrajafnrétti stóð fyrir í dag. Það sem mér fannst standa uppúr var að allir fyrirlesararnir voru sammála um að núgildandi lög og reglur varðandi þessi mál eru algjörlega úrelt.

Ég ætla að stikla á stóru um það sem mér fannst standa uppúr í dag.

Lúðvík Börkur Jónsson:

Frakkar leggja áherslu að breyta sem minnstu við skilnað. Hér á landi er reglan að breyta sem mestu.

95% meðlagsgreiðenda eru karlmenn. Færa má rök fyrir því að það viðhaldi kynbundnu launamisrétti. (Gamla mýtan: karlinn skaffar -  konan hugsar um börnin)

Ólafur Ragnar Grímsson:

Réttur barna og almenn mannréttindi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.

Jóhanna Sigurðardóttir:

700 skilnaðarbörn með lögheimili hjá körlum. 17.000 skilnaðarbörn með lögheimili hjá konum.

Dögg Pálsdóttir:

Barn geti átt lögheimili hjá báðum foreldrum = meðlag fellur niður. Enginn munur gerður á ábyrgð né umgengni milli foreldra. Sjá meira hér

Ásgeir Ingvi Jónsson:

Börn ekki tryggð hjá foreldri ef lögheimilið er ekki hjá því.

 Þórhallur Heimisson:

Börn eru ekki vopn til að ná sér niður á fyrrverandi maka.

Jón Gnarr:

Hélt hann ætti einhvern rétt þegar hann skildi en komst að því að réttarstaðan er engin. Borgaði tvöfalt meðlag með börnum sínum þrátt fyrir að þau dveldu langdvölum hjá sér.

Guðmundur Steingrímsson:

Einstæðir feður eiga ekki börn samkvæmt kerfinu ef börn þeirra eru ekki skráð með lögheimili hjá þeim.

 

Verði frumvarp Daggar Pálsdóttur um breytingar á barnalögum að veruleika er stigið stórt skref í jafnréttisbaráttu hér á landi. Það er ekki bara hallað á konur í okkar samfélagi.

Á hverjum degi er verið að brjóta mannréttindi á börnum hér á landi með því að hindra rétt þeirra til að umgangast báða sína foreldra.


Stefnubreyting

Þetta eru ánægjulegustu fréttir sem ég heyrt lengi varðandi virkjanir og stóriðju. Ég er einn af þeim sem ekki eru á móti því að nota orku fallvatnanna en mikið á móti mengandi stóriðjum. Með þessu móti þarf forsætisráðherra ekki að sækja um undanþágu vegna losunar gróðurhúsalofttegunda.

Hvað gera Húsvíkingar nú? Ætla þeir að halda áfram að vonast eftir álveri eða ætla þeir að nota orkuna í annað?


mbl.is Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð og aðgerðir

Hvað á að ræða þessa misskiptingu lengi? Er ekki kominn tími til að hætta að ræða hlutina og byrja á framkvæmdinni. Sveitarfélögin hafa í gegnum árin tekið við verkefnum frá ríkinu en tekjustofnarnir ekki staðið undir þeim. Þetta vita bæði sveitarstjórnarmenn og Alþingismenn. Ég veit ekki betur en að Sjálfstæðis-og Samfylkingarfólk í ríkisstjórn eigi flokkssystkin í sveitarstjórnum út um allt land.

Hvað er vandamálið?


mbl.is Ríkið mun veita aðstoð við skuldagreiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsögnin er röng

Í fréttinni frá SA þá kemur fram að launamunur milli þingmanna fer eftir því hvaða nefndarstörfum þeir gegna en ekki kyni. Fyrirsögn fréttarinnar er því alröng.


mbl.is Kynbundinn launamunur þingmanna 4-6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverk stéttarfélaga

Er það hlutverk stéttarfélaga að búa til nýtt almannatryggingarkerfi? Núverandi kerfi er ekki gott og því þarf að styrkja það en ekki að búa til annað kerfi sem er fjármagnað beint af launþegum. Það er mín skoðun að stéttarfélög eigi ekki að styrkja fólk til gleraugnakaupa eða að fara til sjúkraþjálfara heldur á það að vera á herðum hins opinbera.

Eru meðlimir í starfsgreinasambandinu fylgjandi því að fá nýtt almannatryggingakerfi í stað launahækkana?


mbl.is Áfallasjóður áfall fyrir ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð og neikvæð orð

Hvaða orð eru jákvæð og hvaða orð eru neikvæð? Er t.d. orðið fáviti ekki frekar jákvætt orð þar sem það þýðir að viðkomandi veit fátt. Hins vegar er orðið vitleysingur neikvætt þar sem það þýðir að viðkomandi er laus við allt vit.

Er orðið mongólíti neikvætt orð? Það þýðir að viðkomandi lítur út eins og mongóli. Er það neikvætt að líkja fólki við mongóla? Er líka bannað að líkja fólki við indverja eða suður Evrópubúa?

Er orðið negri neikvætt orð? Það er dregið af orðinu negro sem þýðir svartur. Er í lagi að segja að um svartan mann að hann sé svartur en ekki að hann sé negri?

Það virðist vera að orðin sem í upphafi eru lýsandi, fái á sig neikvæðan stimpil sem endar með því að fólk þorir ekki að nota þau og það þarf að búa til ný.

Hvernig væri að taka hommana til fyrirmyndar? Í stað þess að banna fólki að nota þetta orð þá nota "samkynhneigðir karlmenn" sjálfir orðið hommi og taka ekki þátt í því að gengisfella orðið. Undirtitill samtakana 78 er: Félag lesbía og homma á Íslandi en ekki Félag samkynhneigðra kvenna og karla á Íslandi.


Fjárfesta í menntun

Ég reikna með að hluti af þessum peningum verði notaðir til að hækka laun leik- og grunnskólakennara í bænum, ekki veitir af. Með því móti tæki Kópavogur frumkvæði til að laga kjör þessara stétta og um leið að fjárfesta í menntun barnanna.
mbl.is Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar 2,1 milljarður króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttisáætlun í verki?

Af heimasíðu nemendafélagsins má sjá að nefndir og ráð eru tólf og í þeim sitja 43 nemendur. 30 strákar og 13 stelpur. Er það góður árangur í jafnréttismálum?

Sjá heimasíðu nmk: http://nmk.is/index.php?option=com_efni&sida=felog&Itemid=29

 


mbl.is MK fékk viðurkenningu Jafnréttisráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að jafna launin niðrá við

Núna eru miklar umræður um undirmönnun í grunnskólum, þó einkum á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekki trú á því að kennarar sem hafa horfið til annarra starfa komi til baka í kennslu þó svo að þeir fái frítt í sund og Húsdýragarðinn. Það þarf að hækka launin verulega til þess að stöðva flóttann. En það er ekki hægt vegna þess að fámenn sveitarfélög úti á landi geta ekki borgað sínum hærri laun.Og fyrst að þau hafa ekki burði til þess þá má Reykjavíkurborg ekki hækka laun kennarana sinna. Þetta heitir að jafna launin niðrá við. Sjá umræðu um þetta m.a. hér.


Tilraun 1

þá er kallinn byrjaður eins og allir aðrir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband