Stefnubreyting

Þetta eru ánægjulegustu fréttir sem ég heyrt lengi varðandi virkjanir og stóriðju. Ég er einn af þeim sem ekki eru á móti því að nota orku fallvatnanna en mikið á móti mengandi stóriðjum. Með þessu móti þarf forsætisráðherra ekki að sækja um undanþágu vegna losunar gróðurhúsalofttegunda.

Hvað gera Húsvíkingar nú? Ætla þeir að halda áfram að vonast eftir álveri eða ætla þeir að nota orkuna í annað?


mbl.is Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sæll,

Ég var að pikkhöggvast við þig á http://rosa.blog.is/blog/rosa/entry/354735/#comments

en síðan hefur þú ekki kommentað á það.  Einnig hef ég sjálf bloggað um málið, það væri nú ágætt. þar sem þú ert í stjórn og samninganefnd, að þú værir örlítið kurteisari við meðbræður þína.  Tek það fram, að það er bara mín skoðun.

o

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.11.2007 kl. 15:30

2 identicon

Þá fá Húsvíkingar bara netþjónabú í staðinn.  Ertu nokkuð á móti því, Sigurður??

Það ætti að dreifa netþjónabúum um landið í staðinn fyrir að byggja þau eingöngu á Suð-Vesturhorni landsins eins og stendur til að gera að mér skilst. 

Sigurður Kristófersson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ingibjörg!

Hvað sagði ég nákæmlega sem flokkast mætti sem ókurteisi?

Nafni Kristófersson!

Ég var og er á móti byggingu fleiri álvera hvort sem það er hér eða á Húsavík. Hins vegar ef Húsvíkingar ætla að nota orkuna sína í netþjónabú þá styð ég það. Það þarf ekki að byggja það hér á suðvesturhorninu mín vegna.

Sigurður Haukur Gíslason, 9.11.2007 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband