20.10.2009 | 15:28
Hjól atvinnulífsins
Eins og allir vita þá eru öll hjól atvinnulífsins loftlaus um þessar mundir, ekki síst vegna ófrágenginnar niðurstöðu í Icesave. Nú þegar á að fara að pumpa lofti í dekkin þá kemur stjórnarandstaðan í veg fyrir það.
Hver er tilgangurinn með því? Er stjórnarandstaðan ekki sammála að fá niðurstöðu í Icesave málinu? Af eða á?
Þessi vinnubrögð minna mig frekar á grunnskólanemendur en ábyrga þingmenn.
Icesave ekki á dagskrá í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitthvað eru menn hræddir fyrst þeir vilja ekki ræða Icesave. Þeir eru kannski í ímyndarvinnu við að leita uppi ný slagorð og upphrópanir! Hver veit?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.10.2009 kl. 16:33
Ríkisstjórnin hefur nú staðið sig ágætlega í því að drepa niður allt atvinnulíf í þessu landi! Suðvesturlínan, álver á Bakka, gangaverin svo ekki séu nefndar ENGAR aðgerðir til bjargar atvinnufyrirtækjunum, bullandi háir stýrivextir og aukin skattheimta....
Óskandi að þessi Icesavevagn sem bera mun okkur öll beint í þrælakistuna komist aldrei í gang og öllum dekkjum verði stolið!
Við viljum öll niðurstöðu en þessi niðurstaða er ömurleg enda virðast íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið í lappirnar og með þjóð sinni. Þeir hafa ekki barist fyrir hagsmunum Íslendinga og eiginlega hálfskömmuðust sín fyrir að kynna fyrirvarana sem Alþingi setti í sumar fyrir viðsemjendum sínum! Hljómar þetta eins og lýðræði?Er nema von að við stöndum uppi með lélegan samning? Samning sem kveður á um að öll upphæðin verði greidd upp til fulls, samning sem segir að vextir verði greiddir að fullu á endurgreiðslutímanum óháð hagvexti, samning sem felur í sér að Bretar og Hollendingar geti gengið að fyrirtækjum í eigu íslenska ríkisins sem gætu orðið ansi mörg þegar bankarnir hafa yfirtekið meirihlutann.
Eigum við ekki að óska þess að einhverjir stjórnarliðar gangi í lið með stjórnarandstöðunni og skeri á dekkin?
SÓ (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 16:59
SÓ! Ef ég skil þig rétt þá viltu frekar að þingmenn rífist fram eftir vetri um Icesave heldur en að fá niðurstöðu í málið. Að hjól atvinnulífsins verði áfram loftlaus.
Þetta finnst mér nú ekki ábyrg afstaða.
Sigurður Haukur Gíslason, 20.10.2009 kl. 17:52
Ég held að SÓ vilji bara heiðarlega ríkisstjórn sem að hugsar um Íslendinga en ekki einhverja erlenda og nokkra íslenska auðmenn.
Geir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 18:24
Geir! Fáum við betri ríkisstjórn með því að draga Icesave málið út í hið óendanlega?
Sigurður Haukur Gíslason, 20.10.2009 kl. 22:03
Sammála, þurfum niðurstöðu. Höfnum samningum segjum Bretum og Hollendingum að éta það sem úti frýs og látum dómstóla skera um þetta.
Baldur (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.