Samræmd próf

Þessi umræða er komin út á undarlegar brautir og rétt að benda á eftirfarandi atriði:

  • Samræmd lokapróf í grunnskóla hvorki fjölga né fækka framhaldsskólaplássum. Í fyrra vor þurftu ákveðnir framhaldsskólar að vísa nemendum frá þrátt fyrir að nemendur höfðu lokið samræmdum prófum.
  • Samræmd lokapróf eru ekkert betri mælistika á nemendur heldur en skólaeinkunnir, bara öðruvísi.
  • Skólaeinkunnir hafa ekki bólgnað eins og ég útskýrði hér.
  • Kennsla og nám í grunnskólum landsins er sem betur fer ekki einsleitt og því ekki hægt að mæla það með samræmdum prófum. Samræmd próf mæla vissulega ákveðna þekkingarþætti en alls ekki alla kunnáttu nemenda.
  • Framhaldsskólarnir hentu út samræmdum stúdentsprófum fyrir nokkrum árum með þeim rökum að þeim sjálfum væri treystandi að meta sína nemendur. Þessi rök gilda líka fyrir grunnskólann.
  • Það er ekki búið að afnema samræmd próf. Þau verða áfram í 4., 7. og 10. bekk.

mbl.is Ráðherra skoðar inntökukerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt! Ég tel að með haustinu eigi að vera sameiginlegur fundur Kennarasamb. og Heimili og skóla um þessi málefni. Mér finnst of margir tala um þessi mál af þekkingar/upplýsingaleysi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband