16.6.2009 | 11:18
Sjálfstæðismenn trúðu ekki Ómari
Voðalegt skilningsleysi er þetta hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Í síðustu viku gaf Ómar það út að ef hann yrði áfram í meirihlutasamtarfi við Sjálfstæðisflokkinn þá þyrfti Gunnar að standa uppúr bæjarstjórastólnum og einhver annar Sjálfstæðismaður að taka við.
Þá fundar fulltrúaráðið um hver eigi að taka við af Gunnari en niðurstaða fundarins var að reyna að snúa uppá handlegginn á Ómari og leyfa Gunnari að vera áfram bæjarstjóri. Gunnar fer svo á fund Ómars í morgun en fær sama svar og í síðustu viku.
Farsi!
Gunnar hættir sem bæjarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dettur engum í hug að fara í Fannborg 2 og berja í búsáhöld og mótmæla? Mótmæla augljósri spillingu?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 19:41
Hér í Kópavogi heitir þetta ekki spilling heldur einelti Samfylkingarinnar útaf léglegri skýrslu og fjölmiðlar dansa gagnrýnislaust með.
Sigurður Haukur Gíslason, 17.6.2009 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.