25.2.2009 | 01:44
Það vantar svör við þessum spurningum
Af hverju hlustaði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ekki á aðvaranir Davíðs? Sigmar hefði átt að hnykkja betur á þessu. Mín skýring er að Geir hafi ekki trúað/treyst Davíð og því ekkert gert með þessar upplýsingar.
Mér fannst Sigmar gefast alltof fljótt upp þegar hann minntist á fund Davíðs og Sigurðs Einarssonar. Tilefnið var að Sigurður vildi að KB banki fengi að gera upp í evrum en Davíð tók það ekki í mál. Ég hefði því spurt Davíð: Af hverju fékk KB banki ekki að gera upp í evrum fyrst að hann var orðinn svona stór miðað við íslenskt hagkerfi?
Þegar Davíð staglaðist á því að hann hefði varað við útþenslunni þá hefði ég spurt hann: Af hverju var ekkert um þetta í skýrslum Seðlabankans um viðskiptabankana? Í þessum skýrslum voru bankarnir sagðir í lagi.
Davíð skammaði Sigmar fyrir að nota orðatiltækið "sumir telja" og er ég sammála honum. Ef Sigmar hefði verið vel undirbúinn þá hefði hann átt að vitna í öll erlendu viðskiptablöðin-tímaritin sem hafa sagt að núverandi seðlabankastjórn er rúin trausti og verður að segja af sér.
Hins vegar komst Davíð upp með að nota orðatiltækið "fólk leitar til mín" og vildi ekkert gefa upp frekar hvaða fólk þetta væri. Með því var hann á sama plani og Sigmar.
Að lokum hefði ég spurt Davíð: Fyrst þú ert sannfærður um að þú hafir gert allt rétt á sama tíma og mikið vantraust á þín störf, kom aldrei til greina að stíga til hliðar til að skapa frið, bíða eftir skýrslunni um hrunið, og koma þá fram og segja; ég sagði ykkur að ég gerði allt rétt?
Hefðir þú ekki verið maður að meiri?
Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hljómar eins og skemmtilegur leikur. Þú mátt vera Sigmar og ég skal gera tilraun til að vera Davíð og svara spurningunum. Í sumum spurningunum get ég ekki annað en svarað með eigin áliktunum þar sem spurningin snýr að skoðunum hanns en ekki staðreynda sem hafa komið fram. öðru svara ég eins og margoft er búið að svara þessum spurningum, en sumir bara vilja ekki heyra það eða sætta sig ekki við svarið.
Af hverju hlustaði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ekki á aðvaranir? Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hlustað á aðvaranirnar. Í hvert skipti sem ég varaði við var málinu vísað til formanns þess flokks sem ráðherrann tilheyrir sem eftirlit bankanna heyrir undir. Og kallaði hann, eins og hann hefur sjálfur greint frá, bankastjóra viðskiptabankana til sín, sem svöruð því til að allt væri í lagi hjá þeim "eiginfjárstaða okkar er svo og svo góð og við erum búnir að fjármagna okkur fram á mitt ár 2009". Komið hefur í ljós hverslags froðu peningar stóðu á bakvið eiginfé bankana og fjármögnunin hefur nú varla verið jafn langt á veg komin þar sem stóru útrásarbankarnir þrír þurftu allir með tölu, allir með tölu að leita til Seðlabankans eftir fjármagni í Október. Einnig hefur komið fram að formaður Samfylkingar trúði ekki orðum Seðlabankastjóra og lét bóka sérstaklega vantraust á Seðlabankastjóra á Ríkisráðsfundi, og kann að vera að þeir fordómar formannsins hafi gert það að verkum að hún sá ekki ástæðu til að fylgja málinu frekar eftir.
Af hverju fékk KB banki ekki að gera upp í evrum fyrst að hann var orðinn svona stór miðað við íslenskt hagkerfi? [Ég ætla að láta Davíð sjálfan sjá um að svara þessari, en hann sagði þó...] Bankarnir verða að minka til að falla inn í hagkerfið, hagkerfið getur ekki stækkað til að þjóna bönkunum. Ef það hefði verið stefnan þá væri Ísland stórskuldugt bara við það eitt að reyna að halda uppi gjaldeyrisforða.
Af hverju var ekkert um þetta í skýrslum Seðlabankans um viðskiptabankana? Þú hefur greinilega ekki kynnt þér skýrslur Seðlabankans, því í fjölmörgum skýrslum og ræðum imprað á áhyggjum Seðlabankans á stöðu viðskiptabankana og stærð þeirra, ef spurningin þín snýr að því af hverju það hafi ekki komið fram í opinberum skýrslum setningar eins og "Bankarnir eru að hrynja" þá er það einu sinni þannig slíkt orðaval getu skaðað landið og er embættismönnum skylt að vinna með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þar sem það átti við notaði ég hvassari orð.
Hvaða fólk er þetta sem er að leita til þín? Það fólk sem leitar til mín í trúnaði getur treyst því að ég haldi þann trúnað.
Fyrst þú ert sannfærður um að þú hafir gert allt rétt á sama tíma og mikið vantraust á þín störf, kom aldrei til greina að stíga til hliðar til að skapa frið, bíða eftir skýrslunni um hrunið, og koma þá fram og segja; ég sagði ykkur að ég gerði allt rétt? Þetta snýst ekki um að ég geti sagt ha ha ég gerði allt rétt, þetta snýst um ástandið sem er í landinu, allir verða að taka þátt í að stappa stálinu í landann og koma okkur í gegnum þessa tíma
Þetta er sennilega það næsta sem ég kemst því að vera Davíð sennilega langt frá orginalinum enda allt of stórir skór fyrir mig til að fylla. Þú stóðst þig 100% sem Sigmar. Ég þakka skemmtilegan leik, næst ætla ég að vera Sigmar og þú mátt vera Ingibjörg Sólrún.
Ragnar Stefán Halldórsson, 25.2.2009 kl. 05:17
Spurningar sem vantar að fá svör við frá Ingibjörgu Sólrúnu.
núna er ég Sigmar og þú Ingibjörg Sólrún.
Það hefur komið fram að SF lét bóka í fundagerð vantraust á Seðlabankastjórann Davíð Oddson á sama tíma og mjög alvarlegar viðvaranir voru að koma frá Seðlabankanum varðandi fjármögnun viðskiptabankanna og stöðu þeirra á komandi tímum. Af hverju lagði SF þetta kapp í að hreinsa sig af Davíð?
Hafði þetta vantraust á Davíð Oddsyni áhrif á viðbrögð ráðherra SF við varnaðarorðum Seðlabankans?
Fjármálaeftirlitið sem sinnir eftirliti með viðskiptabönkunum heyrir undir Viðskiptaráðherra, fékk Viðskiptaráðherra allar upplýsingar um áhyggjur Seðlabankans á stöðu mála innan viðskiptabankana?
Nú hefur komið í ljós að innan bankanna voru viðskiptahættir sem í besta falli voru mjög nærri þeim mörkum sem lögin leifa en klárlega langt út fyrir þau mörk sem siðferðiskennd þjóðarinnar leifir. Vissi fjármálaeftirlitið að þessum viðskiptaháttum?
Hefði ekki þurft að efla fjármálaeftirlitið?
Af hverju var það ekki gert?
Ef þú þarft að nefna einn ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem ber meiri ábyrgð en aðrir á því að lítið sem ekkert var brugðist við því sem varað var við og síðar varð?
Ég á töluvert fleiri spurningar sem brenna á vörum landsmanna, þetta ætti að duga í bili.
Ragnar Stefán Halldórsson, 25.2.2009 kl. 06:25
Takk fyrir Ragnar að svara fyrir Davíð. Ég reiknaði ekki með því að hann gerði það sjálfur.
Málið horfir svona fyrir mér: Seðlabankastjórn aðvarar ríkisstjórn ítrekað. Ríkisstjórnir gerir ekkert. Ástæður:
Varðandi skýrslur seðlabankans: Ég, Sigurður Haukur, hef ekki lesið þær en hins vegar hafa þeir gert sem málið varðar s.s. bankamenn og stjórnmálamenn. Það sem þetta fólk hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum er að lítið fari fyrir aðvörunum í skýrslunum. Almenningur í landinu á heimtingu á því að vita sannleikann um þessar skýrslur.
Því miður get ég ekki farið í leikinn Þú Sigmar-ég ISG þar sem ég sagði mig úr Samfylkingunni 24. nóvember sl. vegna þess að ég var ekki sáttur með vinnubrögð Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni.
Sigurður Haukur Gíslason, 25.2.2009 kl. 12:56
Sæll Sigurður, það var ekkert að þakka.
Svörin við spurningunum voru allt svör sem Davíð hefur gefið við spurningunum sem þú varst að spyrja að, fyrir utan eina ályktun sem ég atti sjálfur, og þú áttaðir þig strax á því hver væri mín ályktun en ekki áður framkomið svar. Þú áliktaðir síðan sjálfur varðandi sama þátt, sem er mjög gott.
Það skemmtilega við ályktanir okkar tveggja er að við teljum "vonum" báðir á ábyrgðin liggi hjá þeim flokki sem hin kaus. Við áliktuðum báðir því hvorugur okkar veit rétta svarið og við vitum það ekki vegna þess að þau einu sem geta svarað þessu eru þau Geir og Ingibjörg. við erum sennilega báðir sammála því að við viljum vita svarið, við viljum að fréttamenn spyrji þau út í þetta. (draumur væri að þeim væri att saman í beinni þar sem tveir fréttamenn stjórni af festu því að spurningum sé svarað, helst af öllu fréttamenn af sinn hvorri stöðinni.)
Ég lenti í rökræðu um daginn um lit á ísskáp. Báðir vorum við að horfa á sama ísskápinn. Við vorum báðir búnir að Færa öll rök sem við kunnum fyrir því hvernig hann væri á litin en náðum samt ekki niðurstöðu um litin en sættumst á það að annar okkar væri litblindur (að sjálfsögðu ekki ég). Þriðji aðilinn kom og við fengum hann til að segja okkur hvernig hann væri á litinn sem hann sagði okkur... en hvernig vitum við að hann sé ekki litblindur? Þarna ákváðum við að hringja í Heiðar Snyrti, flestir eru sammála um að hann sé ekki litblindur.
Varðandi Seðlabankann og Davíð þá hlýtur annar okkar að vera litblindur (að sjálfsögðu ekki ég). Við erum báðir að tala um sama Seðlabankann og sama Davíð. Við erum báðir að heyra sömu fréttirnar og höfum aðgang að sömu skýrslunum en samt heyrum við ekki það sama. Þú samþykkir ekki mín rök og ég verð ekki var við þín rök. Ég heyri afstöðu þína, ég heyri hverjir aðrir hafi sömu afstöðu en ég heyri ekki af hverju. Þú samþykkir ekki að mitt "af hverju". Ég sé ekki annað en að við fáum ekki úr því skorið hvor okkar er litblindur fyrr en búið er að rannsaka þetta, kannski dugir það ekki, en það hlýtur að vera réttast að Seðlabankinn njóti vafans þar sem IMF treystir þó allavega bankanum og mér finnst það traust mikilvægara en það hvort þú berir traust til hans. Við erum sennilega ekki sammála um það hvort IMF treysti bankanum þar sem við heyrðum sennilega ekki það sama, uff þetta er vesen.
Ég hef ekki sagt mig úr Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir það að ég sé mjög ósáttur við margt og marga þar á bæ. Ég gekk í flokkinn vegna þess að hann er sá flokkur sem tekur á flestum þeim málum sem mér finnst skipta máli. Ég gekk ekki í flokkinn útaf einu málefni eða einstaklingi. Ef einhver er ekki að vinna eftir stefnu flokksins þá veljum við okkur bara annan í hans sæti.
Ég er ekki að segja að þú sést að ganga í eða segja þig úr Samfylkingunni á röngum forsendum, við þurfum ekki öll að hugsa eins.
Ég vildi í rauninni ekki að þú svaraðir þessum spurningum, ég vill að Ingibjörg geri það
Ég vona að ég geti skotið að þér fljótlega "haha ég hafði rétt fyrir mér en ekki þú"
p.s. mér finnst að þú ættir að breyta bláa litnum í fyrirsögnunum hjá þér í einhvern hlýlegri lit, t.d. rauðan eða bleikan.
Ragnar Stefán Halldórsson, 26.2.2009 kl. 02:31
Ragnar! Nú hefur Ingibjörg svarað og kannast ekkert við það sem Davíð hélt fram. Það er nokkuð ljóst að þessi "ísskápur" er skiptir litum eftir því hver er með orðið.
Verðum við ekki fá úr því skorið hvað er satt og rétt í þessu máli? Ertu með tillögur hvernig við fáum sannleikann fram?
Sigurður Haukur Gíslason, 26.2.2009 kl. 17:03
Sumir halda að ísskápurinn geti bara skipt litum, ég veit að það er ekki þannig.
Ingibjörg neitar, það gerir það ekki að sannleika fyrir mér. frétta og blaðamenn hafa látið pólitíkusa komast upp með að svara út í hött, t.d. sp: Fékkstu þessa skýrslu? Sv: Davíð rétti mér hana aldrei!! fyrirsögnin daginn eftir Fékk aldrei skýrsluna!!! Sannleikurinn: Skýrslan var lögð á skrifborðið en var aldrei lesin. Þarna er engin að ljúga er það nokkuð? Þetta er það sem við þurfum að lifa við.
Það verður að rannsaka þetta allt og fá til þess eins gott fólk og við höfum efni á. Þetta snýst ekki um flokkspólitík.
ég mæli með því að þú lesir þessar skýrslur, Stöðuskýrsla IMF frá des 2008 og síða Aðdragandi bankahrunsins. Kannski sérð þú ekki sömu orðin í þeim og ég sé, en lestu þetta samt.
Ragnar Stefán Halldórsson, 26.2.2009 kl. 18:34
Takk fyrir þetta Ragnar. Ég les þetta um helgina. Reiknaði reyndar með að geta fengið þessar upplýsingar (samantekt) úr fjölmiðlum en því er ekki að heilsa.
Sigurður Haukur Gíslason, 26.2.2009 kl. 23:46
Rauði þráðurinn í skýrslu Ingimundar er að Seðlabankinn hafi ítrekað varað bankana við og hvatt þá til að minnka og breyta sínum umsvifum. Þeir gerðu það ekki og Seðlabankinn hafði ekki lagaleg úrræði til að grípa til sbr.:
"Augljóst er að bankarnir voru orðnir of stórir miðað við stærð íslenska þjóðarbúsins. Þeir nýttu sér laga- og regluumhverfi, gott lánshæfismat og einstaklega hagfelld skilyrði á alþjóðlegum mörkuðum til mjög hraðs vaxtar. Hin evrópska umgjörð gerði þetta kleift."
og
"Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v. verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins,þ.e. að þeir fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-samingurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyrirtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið fullgildur þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins."
Það er því mat Seðlabankans að bankastjórnendur hafi nýtt sér gloppótta löggjöf og löggjafinn (Alþingi) ekkert gert til að stoppa í þau göt. Sjálfstæðisflokkurinn ber þar mikla ábyrgð.
Sigurður Haukur Gíslason, 28.2.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.