Asnaeyru

Ríkisstjórnin dróg landsmenn á asnaeyrum þangað til þau slitnuðu. Nú sér Þorgerður Katrín að kannski hefðu þau gengið of langt í drættinum. Þetta minnir mig á bifvélavirkjann sem var spurður hvað ætti að herða felguboltann mikið. "Slíta og hálfhring til baka" var svarið.

Í desember lofaði ríkisstjórnin breytingum á ráðherraliði um áramót. Það var svikið. Þá var lofað að það yrði í tengslum við landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það var svikið í viðtali við Geir í Mogganum fyrir hálfum mánuði þar sem hann sagði að það væri "misskilningur". Engar breytingar væru fyrirhugaðar.

Framhaldið þekkja allir sem ekki voru með hausinn í sandinum.


mbl.is Áttum að gera breytingar fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er ekki í mörgum þjóðlöndum þar sem þingmenn fara í mánaðar frí í upphafi þjóðargjaldþrots!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.1.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Rétt Kjartan og ræða svo um greiðslur til líffæragjafa og hvort rétt sé að selja vín í kjörbúðum á fyrsta degi eftir jólafrí. Ekki alveg það sem þjóðin var að bíða eftir.

Sigurður Haukur Gíslason, 30.1.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband