22.1.2009 | 22:00
Hvað breyttist Ingibjörg?
Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar 22. nóv. sl. sagði Ingibjörg Sólrún að það væri engin ástæða til að boða til kosninga næsta vor. Þessi ríkisstjórn væri best treystandi til að koma landinu úr þessum djúpa efnahagsdal. Samt voru Björgvin og Þórunn búin að lýsa því yfir á þessum tíma að kannski væri réttast að kjósa í vor.
Ég spyr: Hvað hefur breyst síðan þessi ræða var haldin?
Mitt svar er að Ingibjörg er búin að átta sig á því að þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnið eins og hún hélt í nóvember sl. Og ef það er rétt, eftir hverju er verið að bíða?
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ingibjörg er að ljúga og hún er bara að slá ryk í augun á okkur
Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.