12.12.2008 | 13:02
Ég á barn en fæ ekki barnabætur
Ingibjörg talaði um í þessu viðtali að barnbætur og vaxtabætur hækka á næsta ári. Ég vil benda henni á að barnabætur fara til þeirra heimila þar sem börnin eiga lögheimili.
Ég á barn en fæ ekki barnabætur þar sem dóttir mín er ekki með lögheimili hjá mér. Samt er hún hjá mér 10 daga í hverjum mánuði.
Ég á barn og borga tæplega tvöfalt meðlag en er samt barnlaus einstaklingur í skilningi skattalaga. Ég er því flokkaður sem barnalaus einstaklingur en ekki sem einstætt foreldri þegar kemur að því að reikna út vaxtabæturnar.
Er þetta ekki eitthvað bogið?
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kæri vinur, eðlilega færðu ekki barnabætur. Það væri of kostnaðarsamt að setja upp teymi sem fylgdist með því hverjir sinna börnunum sínum og hverjir ekki. Ekkert réttlæti væri í því að foreldrar sem sinna aldrei börnunum sínum fengju barnabætur á móti hinu foreldrinu.
EN eðlilega á að vera einhver skattaafsláttur fyrir meðlagsgreiðendur, afsláttur sem kemur inn hjá aðilanum sama hvort hann sinni afkæminu eða ekki.
A.L.F, 12.12.2008 kl. 13:43
Sammála "Álfinum" hérna á undin :)
Kristín Guðbjörg Snæland, 12.12.2008 kl. 13:50
undan... á þetta að vera :)
Kristín Guðbjörg Snæland, 12.12.2008 kl. 13:50
Setja upp teymi??
Ég á barn, það er staðreynd.
Ég borga meðlag, það er staðreynd.
Barnið kemur til mín 10 daga í mánuði, ég á undirritaðan umgengnissamning frá sýslumanni þar um.
Það þarf ekkert teymi til að rannsaka þetta.
Með sömu rökum og þú notar kæri ALF þá ættum við ekki að borga örorkubætur af því að það eru einhverjir að misnota kerfið. Ekki atvinnuleysisbætur af því einhverjir misnota kerfið.
Nei segi ég. Við hættum ekki að borga bætur þó svo einhverjir misnota kerfið.
Sigurður Haukur Gíslason, 12.12.2008 kl. 17:26
Einhver sagði mér það fyrir nokkrum árum að í Svíþjóð fengju menn húsaleigubætur út á barn, sem þeir hafa ungengnisrétt við. Sé það rétt þá er einfaaldlega verið að taka visst tillit til þess tvöfalda húsnæðiskostnaðar, sem því fylgir að foreldrar barnsins búa ekki saman og því hafi barnið í raun tvö heimili. Slíkt er því einfaldlega viðurkenning á því að barnið eigi rétt á sams konar húsnæðisaðstöðu hjá því foreldri, sem er með ungengnisrétt við það eins og það hefur hjá því foreldri, sem er með forræðið.
Það er einfaldlega úreltur hugsunarháttur að þegar barn er hjá því foreldri, sem ekki hefur forræðið að þá eigi það að sofa í stofunni. Ef menn viðurkenna þörf barnsins til að hafa aðstöðu í svefnherbergi þá getur maður í stöðu Sigurðar ekki látið sér nægja tveggja herbergja íbúð eða stúdíóíbúð eins og barnlaus maður getur gert. Því er eðlilegt að hann fái bæði vaxtabætur og húsaleigubætur út frá öðrum forsendum en barnlaus maður.
Hvað barnabætur varðar þá er allt eins hægt að taka tillit til þess við ákvörðun meðlags að foreldrið, sem býr með barninu fái barnabætur. Því tel ég ekki þörf á að senda hluta þeirra til þess foreldris, sem ekki fer með forræðið. Öðru máli gegnir um þau tilfelli þegar barn dvelst jafnt hjá báðum foreldrum og engar meðlagsgreiðslur fari á milli fyrir vikið.
Sigurður M Grétarsson, 15.12.2008 kl. 09:44
Þetta er mjög góð og þörf umræða. Staðreyndin er:
a) Báðir foreldrar hafa sömu framfærsluskyldu !
b) Barnið á lögheimili hjá öðru foreldrinu en dvelst í lengri eða skemmri tíma hjá huni foreldrinu.
c) Foreldrarnir standa mjög ólíkt gagnvar opinberu bótakerfi eftir því hvort barn er skráð með lögheimili hjá því eða ekki. Það er mismunun.
d) Það færist í vöxt að barn dvelst nokkuð jafnt hjá báðum foreldrum. Til samanburðar þá var fyrst árið 1981 lögfest almennur umgengnisréttur. Áður átti barn sannarelga heima á einu heimili og heimsótti kannski hitt heimilið. Almennt er dvalartími barns á báðum heimilum að jafnast, enda margsannað vísindalega að börn sem búa nokkuð jafnt hjá báðum foreldrum spjara sig margfalt betur en börn sem búa aðeins hjá öðru foreldri.
Það eru ósköp einföld rök fyrir því að ef löggjafinn setur þær reglur að foreldrar hafi sömu framfærsluskyldu, þá ber löggjafinn einnig að tryggja báðum foreldrum sambærileg réttindi.
Gísli Gíslason, 20.12.2008 kl. 12:43
Tek algjörlega undir þetta hjá Sigurði. Ég á tvö börn og borga tvöfalt meðlag samkvæmt samkomulagi við barnsmóður sem átti að taka mið af viðmiðunartölum Dómsmálaráðuneytisins sem hafðar eru til leiðbeiningar við ákvarðanatöku í málum vegna krafna um aukið meðlag. Þessar viðmiðunartölur eru orðnar regla hjá sýslumannsembættum um allt land þegar úrskurðað er um meðlagsgreiðslur og í raun ekki um neina ákvörðunatöku að ræða sem byggist á sanngjörnu mati á framfærslugetur móður og/eða föðurs. Samkvæmt töflunni sem gildir frá 3. október 2008 eru fjárhæðirnar eftirfarandi:
Þessar tölur taka í fyrsta lagi ekki mið af hruninu í íslensku þjóðfélagi og þarf að leiðrétta. Skoðum þetta aðeins nánar. Heildartekjur undirritaðs eru rétt rúmmlega kr. 500.000 og er stór hlut þeirrar upphæðar yfirvinna. Útborgað er þessi upphæð um kr. 300.000 eftir skatta o.s.frv. kr. 80.000 fara í meðlagsgreiðslur, kr. 140.000 fara í afborganir af lánum fyrir húsnæði (fer ört hækkandi), fasteignaskatti og öðrum rekstrarkostnaði 3ja herbergja íbúðar til að geta haft börnin hjá sér aðra hverja helgi, kr. 30.000 fara í afborganir á ökutæki (var kr. 19.000 fyrir nokkrum vikum) samtals er þetta um kr. 250.000 þúsund á mánuði. Eftir eru kr. 50.000 sem þurfa að duga fyrir mat og öðru í þessu lífi.
Barnsmóðirn í þessu dæmi er með svipaðar ef ekki hærri heildartekjur en undirritaður og fær að auki skattlausar kr. 80.000 frá undirritðum.
Hvar er réttlætið í þessu dæmi hvað varðar rétt til barnabóta frá ríkinu í þessu tilviki?!!!
Stórt fokkin djók!!!
Björn Axelsson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.