5.11.2008 | 16:35
Grunnstoðir samfélagsins tryggar
Flott og nauðsynleg ályktun. Nú verða sveitarfélögin að vera fjölskyldum stoð og stytta í þrengingunum framundan. Það er ekki á það bætandi ef sveitarfélögin fara að draga úr starfsemi frá því sem nú er.
Ég skora því á öll sveitarfélög landsins að standa vörð um íþrótta- og tómstundastarf barna og ekki síst grunnskólann. Niðurskurðarhnífurinn má ekki skera í grunnstoðir samfélagsins.
ÍBR skorar á Reykjavíkurborg að standa vörð um íþróttastarf barna og unglinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ég hef ekki misskilið það litla sem ég hef heyrt um "finnsku" leiðina þá var einn af mikilvægustu hliðum hennar að efla menntakerfið, m.a. annars með lenginu kennaranáms og eflingu framhaldsnáms. Vonandi sjá menn ljósið og sigla okkur ekki alveg í strand!!!
Kristín Guðbjörg Snæland, 6.11.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.