20.10.2008 | 23:08
Niðurgreiddir bílar
Í kvöldfréttum rúv var viðtal við fyrrverandi aðstoðarmann fjármálaráðherra og núverandi alþingismann Ármann Kr. Ólafsson þar sem hann leggur til að 5000 notaðir bílar verði fluttir út. Þetta væri gert til að bæta rekstur bílaumboða og bílaleiga. Skv. fréttinni þá tekur fjármálaráðherra vel í þessar tillögur og ríkissjóður þarf ekki að borga nema 1,5 til 2 milljarða með þessum útflutningi.
Ég spyr:
Af hverju eru nýju bílarnir sem standa á hafnarbakkanum ekki fluttir út?
Hvar má finna það í stefnu Sjálfstæðisflokksins að rétt sé að niðurgreiða bíla til útflutnings?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.