1.4.2008 | 01:13
Farsímar senda frá sér örbylgjur
Þar sem farsímar senda frá sér örbylgjur þá kemur mér þetta ekki á óvart. Ef örbylgjur eru góðar til að hita og sjóða mat þá hafa þær örugglega áhrif á heilann þegar við tölum í farsíma. Ekki veit ég hvort síminn er jafn hættulegur og reykingar en þar sem farsíminn hefur ekki verið almenningseign nema í tíu ár þá er ekki komin reynsla á það.
Kannski eigum við eftir að upplifa það að farsímar verði bannaðir á opinberum stöðum eftir 40 ár þegar langvarandi "neysla" farsíma kemur í ljós.
Farsímar hættulegri en reykingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Frímann! Viltu þá fullyrða að það sé óhætt að tala í farsíma í klukkutíma á dag í 40 ár án þess að hljóta skaða af?
Sigurður Haukur Gíslason, 1.4.2008 kl. 07:40
Orka sem er fólgin í rafsegulgeisluninni er tengd sveiflutíðni geislanna.
Sýnilegt ljós er með hærri sveiflutíðni en örbylgjugeislar og er því orkumeira á hverja ljóseiningu, en það fer ekki að verða jónandi geislun fyrr en komið er að útfjólubláu ljósi. Þar fyrir ofan eru svo röntgengeislar og gammageislar.
Þar sem geislunin þarf að vera jónandi til þess að geta haft áhrif á efnasambönd sem hún kemst í snertingu við er ekki rökrétt að ætla að örbylgjugeislar geti breytt efnasamböndum í erfðaefni og þannig valdið krabbameini.
Ásgeir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:54
Ég sé að pistilhöfundur er grunnskólakennari. Ætli þetta séu skilaboð hans til nemenda, að það sé tilgangslítið að leggja út í viðamiklar rannsóknir, bara að kasta fram einhverri innihaldslausri og órökstuddri skoðun?
Er ekki kominn tími til að endurskoða hverjir kenna börnunum okkar?
Vantrúaður (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 09:23
Vantrúaður!
Það fyrsta sem ég kenni börnum er að skrifa nafnið sitt á verkefnin sem þau gera. Þú hefur því sennilega aldrei verið í tímum hjá mér.
Hvar færð þú orðum mínum stað að það sé tilgangslítið að leggja út í rannsóknir?
Hvaða skoðun er innihaldslaus og órökstudd?
Sigurður Haukur Gíslason, 1.4.2008 kl. 10:44
Finnst ótrúlegt að sjá þessar fréttir skjóta kollinum hingað inn á mbl alltaf.
Hér í síðasta mánuði kom fram frétt sem var þveröfug við þessa sem kemur fram núna, þar nokkrum mánuðum áður kom svo frétt í neikvæða átt farsíma o.sf. o.sf.
Dæmi: http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/02/06/engin_tengsl_milli_farsimanotkunar_og_heilaaexla/
Ég vill sjá staðreyndir í þessu, fremur en einstaka rannsóknir hér og þar sem sér hver sýnir þveröfugar niðurstöður. Ef þessi tæki eru skaðleg samkvæmt þessari frétt, þá held ég að flestir sem sitja með þessi tól við eyrað allann daginn ættu að liggja dauðir innan skamms...
Geri mér grein fyrir að þetta er ekki heilbrigt að setja þessa geisla að sér á hverjum degi. En munum jú að þráðlaus net, örbylgjuofnar og annað sem við höldum heima við sendir frá sér bylgjur af einhverjum toga.
En, ég tek ekki mark á þessum rannsóknum á meðan þær eru svona svartar og hvítar, þarf að sjá einhverskonar samheldni eða staðreyndir í þessu líkt og með reykingar.
Over and out ;o)
Ágúst Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:33
Bottomlæn: Farsímar geta dregið úr eða lækna heilaæxli?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:16
Það er rétt sem Ágúst bendir á, fréttir eru misvísandi rétt eins og með kaffidrykkju og sætuefni. Vil þó benda á niðurlag fréttarinnar frá öðrum febrúar sl..
"BBC hefur eftir Lesley Walker, hjá krabbameinsrannsóknarstofnun Bretlands, Cancer Research UK, að þótt engin tengsl hafi fundist þá séu áhrif langtímanotkunar ekki enn ljós."
Það er rétt sem fram hefur komið í athugasemdum hér að ofan að það er ekkert sem bendir til að farsímar séu hættulegir en ég bendi á að það er ekkert sem bendir til þess að það sé hættulegt að búa nálægt háspennulínum. Ég myndi samt ekki vilja búa nálægt þeim.
Ég nota gsm síma allan daginn en slekk hins vegar á honum þegar hann er við höfuðgaflinn á nóttinni. (Samt hægt að nota vekjaraklukkuna). Meðan áhrif langtímanotkunar er ekki ljós er allt í lagi að hafa varann á sér. (vera svolítið vantrúaður )
Sigurður Haukur Gíslason, 1.4.2008 kl. 15:03
hehe, jú Sigurður, það er hverjum manni hollt að efast og hafa varann á. það mætti alveg vera meira af gagnrýninni hugsun í þjóðfélaginu.
á sama hátt verða menn að passa sig þegar kemur að fullyrðingum um hluti sem menn hafa ekki næga þekkingu á, sérstaklega í jafn víðlesnum og opinberum/aðgengilegum miðli og t.d. moggabloggið er.
ég veit ekki hversu oft ég hef rekið augun í eða heyrt fólk draga ályktun eins og {örbylgjuofn hitar mat} og þar af leiðandi {allar bylgjur hita allt}. hún er RÖNG!!! sbr. útskýringar Jóns Frímanns hér að ofan. bylgjur eru einfaldlega ekki allar eins. sumar eru okkur skaðlegar (útfjólublátt ljós), aðrar hita vatn (bylgjur í örbylgjuofnum), enn aðrar gera okkur kleift að skynja umhverfi okkar með augunum (sýnilegt ljós) o.s.frv. það má ekki setja allar bylgjur í sama flokk, þótt það virðist ósköp rökrétt svona þegar maður þekkir þær ekki til hlítar.
hér er ágætis umfjöllun um hvort GSM-símar séu skaðlegir.
hér er ögn fræðilegri umfjöllun um sama efni og bylgjur almennt.
hér er grein um aðra bábilju, þ.e. eyðingu rafsegulbylgna og hvort einhverju máli skipti hvernig rafmagnsklær snúi.
gerið okkur öllum greiða og leiðréttið rugl um bylgjur hvar sem þið heyrið eða sjáið til!
Líney Halla (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:53
Takk fyrir þetta Líney Halla. Eftir stendur fréttin sem ég bloggaði um og ekkert rangt við það sem ég skrifaði, hvorki í fyrirsögn né texta.
Sigurður Haukur Gíslason, 1.4.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.