11.11.2007 | 21:08
Réttindi barna viđ skilnađ
Var á góđri ráđstefnu um réttindi barna viđ skilnađ sem Félag um foreldrajafnrétti stóđ fyrir í dag. Ţađ sem mér fannst standa uppúr var ađ allir fyrirlesararnir voru sammála um ađ núgildandi lög og reglur varđandi ţessi mál eru algjörlega úrelt.
Ég ćtla ađ stikla á stóru um ţađ sem mér fannst standa uppúr í dag.
Lúđvík Börkur Jónsson:
Frakkar leggja áherslu ađ breyta sem minnstu viđ skilnađ. Hér á landi er reglan ađ breyta sem mestu.
95% međlagsgreiđenda eru karlmenn. Fćra má rök fyrir ţví ađ ţađ viđhaldi kynbundnu launamisrétti. (Gamla mýtan: karlinn skaffar - konan hugsar um börnin)
Ólafur Ragnar Grímsson:
Réttur barna og almenn mannréttindi eiga ađ vera í sífelldri endurskođun.
Jóhanna Sigurđardóttir:
700 skilnađarbörn međ lögheimili hjá körlum. 17.000 skilnađarbörn međ lögheimili hjá konum.
Dögg Pálsdóttir:
Barn geti átt lögheimili hjá báđum foreldrum = međlag fellur niđur. Enginn munur gerđur á ábyrgđ né umgengni milli foreldra. Sjá meira hér
Ásgeir Ingvi Jónsson:
Börn ekki tryggđ hjá foreldri ef lögheimiliđ er ekki hjá ţví.
Ţórhallur Heimisson:
Börn eru ekki vopn til ađ ná sér niđur á fyrrverandi maka.
Jón Gnarr:
Hélt hann ćtti einhvern rétt ţegar hann skildi en komst ađ ţví ađ réttarstađan er engin. Borgađi tvöfalt međlag međ börnum sínum ţrátt fyrir ađ ţau dveldu langdvölum hjá sér.
Guđmundur Steingrímsson:
Einstćđir feđur eiga ekki börn samkvćmt kerfinu ef börn ţeirra eru ekki skráđ međ lögheimili hjá ţeim.
Verđi frumvarp Daggar Pálsdóttur um breytingar á barnalögum ađ veruleika er stigiđ stórt skref í jafnréttisbaráttu hér á landi. Ţađ er ekki bara hallađ á konur í okkar samfélagi.
Á hverjum degi er veriđ ađ brjóta mannréttindi á börnum hér á landi međ ţví ađ hindra rétt ţeirra til ađ umgangast báđa sína foreldra.
Athugasemdir
Já hef aldrei skiliđ ţađ ađ karlmenn eigi ekki sama rétt og konur varđandi ţađ ađ fara fram á fađernisrannsókn ef ţeir gruna ađ ţeir eigi tiltekiđ barn...hafa ekki getađ sótt rétt sinn..segi bara mikiđ var!
Inga María, 11.11.2007 kl. 23:40
Takk fyrir ţetta góđa yfirlit. Mér finnst ţetta athyglisvert og langađi ađ koma á ţennan fund en var bundin í báđa ,,gönguskó"..! Varđandi punktinn hans Ţórhalls Heimissonar: Ég hef ţví miđur heyrt allt of oft um mćđur sem vilja ráđskast međ líf feđranna og samband ţeirra viđ börnin. Karlinn er logandi hrćddur viđ konuna ađ hún hindri umgengni hans viđ barniđ/börnin ef hann situr ekki og stendur eins og henni hentar. Ţetta er ein tegund ofbeldis og mjög grimmileg.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2007 kl. 09:21
Ég var á ráđstefnunni og ţetta var sannarlega fín ráđstefna. Sem betur fer eru ţessi málefni ađ hlóta meiri skilning hjá ráđamönnum. Almenningur er einnig ađ verđa betur upplýstur ađ "myndin er skökk", eins og Guđmundur Steingrímsson orđađi ţetta.
Gísli Gíslason, 13.11.2007 kl. 17:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.