Hvað ætlar Framsóknarflokkurinn að gera?

Ómari er brugðið en samt hefur hann verið formaður bæjarráðs Kópavogs í þrjú ár. Hann hefur því treyst Gunnari í blindni. Hins vegar vekja þessi ummæli Ómars fleiri spurningar en svör:

„Hvernig er með bókhaldið gagnvart öðrum fyrirtækjum? Er víða pottur brotinn eða er þetta bara um þetta eina fyrirtæki,“ spyr Ómar þegar hann er spurður út í það hvað þetta þýði fyrir bæjarstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Ætlar Framsóknarflokkurinn að halda samstarfinu áfram ef þetta er "bara þetta eina fyrirtæki" sem hefur átt í svona viðskiptum við bæinn?


mbl.is „Mér er bara brugðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómari er bara brugðið. Aðrir eru geðveikt hissa. Þvílík látalæti. Öllum hefði átt að vera ljóst hvað var í gangi hjá Gunnari Birgissyni. Karl greyið átti bara dótturfyrirtæki. So what. Gunnar Birgisson er bara venjulegur Íhaldsmaður með siðgæðisstandar brekkusnigils.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:54

2 identicon

Ætli Ómari sé enn brugðið? Hér í Svíþjóð skilja menn ekki afhverju bæjarstjóranum er ekki vikið frá á meðan rannsókn stendur. Menn hafa barið í potta fyrir minna. Bæjarskrifstofurnar eru í Fannaborg 2 svona til fróðleiks fyrir kópavogsbúa.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband