19.5.2009 | 23:09
Óttast ekki því Ómar veit
Auðvitað óttast Gunnar ekki að Ómar hlaupist undan ábyrgð núna. Ómar hefur starfað með Gunnari í meirihlutasamstarfi í þrjú ár og er þ.a.l. ábyrgur fyrir verkum meirihlutans.
Hins vegar ef er það slæmt mál ef Ómar hefur ekki vitað af þessu. Þá spyr maður sig í framhaldi hvað fleira hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi gert án vitneskju Framsóknarmanna?
Hvort heldur sem er þá eru Framsóknarmenn í Kópavogi í slæmum málum, svo maður tali nú ekki um Sjálfstæðisflokkinn.
Óttast ekki meirihlutaslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú spyrð "hvað fleira hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi gert án vitneskju Framsóknarmanna?"
Hafðu það í huga að hér er um að ræða embættismenn bæjarins og starfsmenn bæjarskrifstofu og þeir eru væntanlega ekki allir sjálfstæðismenn!
Andri (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 01:07
Ha Andri?
Þeir sem stjórna og bera ábyrgð eru kjörnir fulltrúar. Embættismenn vinna verkin. Bæjarfulltrúar geta því ekki skotið sér undan ábyrgð í svona málum.
Sigurður Haukur Gíslason, 20.5.2009 kl. 01:16
Fróðlegt væri að skoða pólitískar ráðningar, í Kópavogi og víðar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.