24.3.2009 | 22:44
Ætlar Samfylkingin ekki að láta á það reyna?
Af hverju leggur ríkisstjórnin ekki frumvarpið fram og lætur á það reyna? Biðja svo um nafnakall í atkvæðagreiðslu.
Þjóðin kallar á aukið lýðræði, núna strax og á næstu misserum. Persónukjör í næstu kosningum svarar að hluta til þessu ákalli. Að það sé stuttur fyrirvari er léleg afsökun fyrir að neita þessu nú.
Eða fylgir kannski ekki hugur máli? Við hvað er Samfylkingin hrædd?
Persónukjör ekki lögfest nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin ásamt hinum flokkunum eru skíthrædd um sitt eigið fylgi. Þetta snýst allt um völd og aftur völd hjá þeim. Þess vegna segi ég X við L - listann í næstu kosningum. L - listinn fyrir lýðræðið, L - listinn fyrir lausnir.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.3.2009 kl. 23:09
Samfylkingin er hrædd við afleiðingar væntanlegra aðgerða! Hverra er svo ómögulegt að segja til um
Björn Finnbogason, 24.3.2009 kl. 23:32
Pff, held að Samfylkingin hafi bara gert sér grein fyrir því að þessi popularista hugmynd hennar er meingölluð og er illframkvæmanleg án þess að umturna kosningakerfinu. Stuttur fyrirvari er einmitt ástæðan, svona breytingar taka tíma og þarf að fara vel og vandlega yfir þær.
Það er ekkert hægt að "opna" bara á það eins og talað var um. Breytingarnar eru svo miklar að Samfylkingin og núverandi minnihlutastjórn hefur sýnt gríðarlegt ábyrgðarleysi í því að veifa þessari gulrót fyrir framan almennin.
Rafn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:13
Rafn. Ríkisstjórnin hefur haft 40 daga til að koma fram með þetta frumvarp, þ.e. löngu áður en prófkjörin fóru í gang. Að sofa á þessu í rúman mánuð og segja svo að tíminn sé of skammur er rökleysa.
Eru það miklar breytingar að leggja fram óraðaðann lista og leyfa kjósendum að forgangsraða frambjóðendum?
Fyrirsláttur!
Sigurður Haukur Gíslason, 31.3.2009 kl. 16:10
Persónukjör hlýtur að vera að kjósa eina manneskju en ekki 20 - 24. Hvernig er það þá breyting frá núverandi ástandi? Það þyrftu að vera frekar margir í framboði til að það myndi virka, þ.e. að raða á óraðaðan lista. T.d. ef það væru 24 frambjóðendur í persónukjöri í SV-kjördæmi og ég "mætti" raða á listann. Það myndi hins vegar þýða að ég þyrfti að setja alla á listann. Það er enginn breyting, ég get endurraðað á listana í dag.
Og ef þú ætlar að "opna" á að kjósa 1. manneskju, þá er það algjör umturnun á kosningakerfinu okkar sem þarf gagngera endurskoðun og ég ætla að vona að við fáum aldrei þá ríkisstjórn sem ætlar að viðhafa þannig fljótfærnisvinnubrögð.
Rafn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.