19.3.2009 | 23:30
Farsímanotkun í grunnskóla.
Í mogganum í gær var frétt um farsímanotkun nemenda í grunnskólum. Ekki ætla ég að segja hvernig aðrir skólar hagi sínum reglum en reglurnar í skólanum þar sem ég kenni eru einfaldar og þær virka.
Nemendur mega koma með farsíma í skóla og nota þá í frímínútum. Ef sími hringir í kennslustund þá tekur kennari símann af nemandanum og foreldrar þurfa að sækja hann að loknum skóladegi. Reynsla okkar sýnir að nemendur passa að hafa símann stilltan á "hljótt" í kennslustundum því þau vilja ekki missa símann sinn í eina mínútu. Þau líka skilja það, að það gengur ekki að símar nemenda séu að hringja í kennslustund og trufla þar með kennsluna.
Ef sími nemanda hringir "óvart" í kennslustund þá getur maður gefið nemandanum sjéns gegn því að hann standi upp og syngi Gamla Nóa fyrir bekkjarfélagana. Trúið mér, það er ekki vinsælt hjá þeim sem þarf að syngja.
Þessar reglur gera það að verkum að ég verð nær aldrei var við farsíma nemenda í kennslustundum og bæði nemendur og kennarar ánægðir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.