Svona einfalt?

Er þetta svona einfalt? Af hverju var fyrrverandi heilbrigðisráðherra ekki búinn að gera þetta fyrir löngu? Var hann að hygla ákveðnum lyfjafyrirtækjum eða heildsölum?

Þessi stefna hefur verið á Norðurlöndunum síðan árið 2005. Erum við þá búin að henda fjórum milljörðum út um gluggann á þessum tíma?

Það verður fróðlegt að heyra hvernig Guðlaugur Þór bregst við þessu.


mbl.is Lyfjaútgjöld lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta eru gamla áætlanir sem var frestað um síðustu áramót. Kannski vegna útfærslu vanda og vegna þess að svona breytingar þurfa undirbúning, td. þarf að vera ljóst hvernig á að meðhöndla þá sem ekki geta notað ódýru lyfin, varla er hægt að láta fólki með magasár blæða út vegna þess að ódýrari lyfin duga ekki.

haha (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:09

2 identicon

Hélstu virkilega að ÖJ hefði komið þessu í gegn á 3 vikum??? Og hvernig er hægt að hygla "ákveðnum lyfjafyrirtækjum eða heildsölum" þegar sömu reglur gilda fyrir alla?

húsmóðir í Vesturbænum (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:42

3 identicon

Þetta er snilldarleið. Ég bjó í Danmörku og þar tilgreindi læknirinn alltaf hvaða lyf væru ódýrust og einnig í apótekum var manni sagt hvað væri hagstæðast að kaupa svo lengi sem læknirinn tilgreindi ekki að maður þyrfti dýrustu lyfin. Ég held að tilmæli til lækna og reglugerð um að þeir verði að ávísa ódýrustu lyfin sé góð lausn svo læknar séu ekki á mála hjá einhverjum (þó svo langflestir læknar séu heiðarlegir og góðir). Það þarf bara að innprenta í þá að spara í lyfjagjöf eins og hefur tekist úti. Ég vona að þetta gangi eftir því mér finnst þetta góð leið. Ég held að engin verði að deyja til að koma þessu í gagnið eins og mér finnst haha hér að ofan halda. Það var tekið fram að sjúklingar sem þurfa dýru lyfin eigi að fá þau - ég vil alla vega vera bjartsýn. Óskaplega fegin að ekki eigi að loka St. Jósefsspítala.

Eva (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband