5.2.2009 | 12:28
Traust á grunnskólanum
Þetta minnir mig á umræðuna um samræmdu stúdentsprófin. Framhaldsskólarnir voru mjög á móti þeim og sögðu þau vera of stýrandi. Háskólarnir gætu bara treyst framhaldsskólunum fyrir að meta nemendur rétt.
Þetta hlýtur þá að gilda líka fyrir grunnskólann. Framhaldsskólar verða núna að treysta grunnskólum fyrir því að einkunnir nemenda séu réttar.
Annars skil ég ekki þessar áhyggjur. Er ekki allt í lagi að nemendur fái að spreyta sig í framhaldsskóla burt séð frá því hvernig grunnskólanámið gekk?
Inntökupróf slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú og á ekki að vera skóli fyrir alla? Skylt að veita öllum börnum að 18 ára aldri skólavist og nám við hæfi. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað verður skorið niður í framhaldsskólunum á næstunni.
Margrét Júlía Rafnsdóttir, 5.2.2009 kl. 14:30
Ég held persónulega að þetta sé aðallega vandamál fyrir stærstu framhaldsskólana.. Þeir verða að geta valið úr þá bestu þar sem mun fleiri sækja um en komast að og maður veit það alveg fyrir víst að 7 úr einum skóla er alls ekki það sama og 7 úr öðrum skóla..
Sjálf er ég í MR og veit að þetta á eftir að verða eitthvað vandamál hjá okkur þar sem við erum með betri framhaldsskólunum. Það verður auðvitað að hleypa þeim inn sem hafa lagt mest á sig og án samræmds prófs er mun erfiðara að meta hver á það skilið :).
Dóra (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.