Hvalveiðar og Kópavogur

Í Mogganum og Fréttablaðinu í gær voru heilsíðuauglýsingar þar sem skorað er á stjórnvöld að hefja hvalveiðar aftur.

Undir þessa áskorun rita fjölmörg sjómanna og útgerðafélög auk örfárra sveitarfélaga. Kópavogur er eitt þessara sveitarfélaga og ég spyr:

Af hverju er Kópavogur að eyða peningum í svona auglýsingu? Var ekki bara hægt að hringja í sjávarútvegsráðherra í staðinn? Hér í Kópavogi er blóðugur niðurskurður í skólakerfinu en svo eru settir peningar í svona vitleysu.

Og er það almenn skoðun bæjarbúa að hefja hvalveiðar? Hvaða hagsmuni hafa Kópavogsbúar af hvalveiðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband