Að mismuna fólki

Ég tek heilshugar undir orð Skúla og geri þau að mínum:

"Jafnt skal yfir alla ganga, það er sú lögfræði sem gildir, þótt málið snúist reyndar frekar um siðfræði milliríkjaviðskipta og traust. Það er sá vandi sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.

Annað hvort að taka á sig skuldbindingar gagnavart sparifjáreigendum í útlöndum, axla ábyrgðina af auðmýkt eða berjast áfram með lögfræðina að vopni, hrokann og drambið og borga ekki."

Mér sýnist að hrokinn og drambið sé ekki að skila okkur neinu. IMF er búið að taka umsókn okkar af dagskrá og á meðan ríkir alkul á gjaldeyrismörkuðum. Það þiðnar ekki af sjálfu sér.


mbl.is Munu Íslendingar axla ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er undrandi á því að enginn greinarmunur er gerður á fjármálaráðherra og bankamálaráðherra. Munurinn mælist í hafvídd. Skúli (eldri) Thoroddsen var lærimeistari afa míns á Bessastöðum. Skúli yngri stígur ekki í hælspor nafna síns. Í raun er þetta kallað klámhögg í sögubókum. Mér þykir leitt að minn gamli söngbróðir og vínsmakkari fer með rangt mál. Hann og forseti ASÍ eru ekki grastættir. Eru þeir á launum og kjörum alþýðunnar? Nei, hagsmunir er þeirra söngur. Sorglegt. Björgvin Guðna mun ég verja með hug og hönd. Það ættirðu líka að gera, Sigurður. Þar liggur línan.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Gísli! Þegar þú ert búinn að róa þig þá bið ég þig að lesa bloggið hér að ofan aftur. Það hefur farið eitthvað öfugt í þig.

Svo getur þú kannski svarað þessum spurningum:

Værir þú sáttur ef hinn Nýji Landsbanki gæfi það út að innistæður höfuðborgabúa væru tryggar en innistæður Akureyringa væru glataðar?

Er það eðlilegt (löglegt, siðlegt) að íslenskir bankar geti starfað í Evrópu á grundvelli EES samningsins en svíki svo ákvæðin þegar Íslendingum hentar?

Er það eðlilegt að ríkisstjórn Íslands fari í "fýlu" við Englendinga og Hollendinga sem verður til þess að landið er gert útlægt í samfélagi þjóðanna?

Hefði ekki verið nær að vinna MEÐ Englendingum og Hollendingum?

Hver ber ábyrgð á því?

Sigurður Haukur Gíslason, 14.11.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband