Sérstakur saksóknari

Nú hefur Björn Bjarnason lagt fram frumvarp um að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka hrunið. Þar með á að reyna aftur Boga-Valtýs leiðina.

Ég spyr: Hvað eru alþingismenn að gera? Geta þeir ekki komið sér saman um að fá hingað erlenda, óháða aðila til að rannsaka aðdraganda hrunsins.

Þjóðin öskrar á einhverjar aðgerðir og tillögur frá þingmönnum en ekkert gerist.

Ég reikna með tugum þúsunda mótmælenda á Austurvelli næsta laugardag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er sama liðið áfram í bönkunum og í stjórnsýslunni s.s. ráðuneytisstjórinn sem seldi hlutabréf í Landsbankanum rétt fyrir hrunið - ekkert gerist - enginn í yfirheyrslu og enginn í gæsluvarðhaldi.

Það eru leiknir einhverjir furðulegir biðleikir s.s. þessi með Valtý og  Boga í stað þess að efnahagsbrotadeild lögreglunnar færi strax af stað.

Nýjasta nýtt er svo að ríkisstjórnin ætlar að handvelja sérstakan mann mörgum vikum eftir að atburðirnir riðu yfir.  Alls er óvíst hvort að viðkomandi eigi síðan að rannsaka brot sem varða stjórnsýsluna sérstaklega.

Svo eru menn að velta vöngum yfir því hvers vegna útlendingar vilji ekki lána okkur mörg hundruð milljarða!

Sigurjón Þórðarson, 11.11.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband