13.10.2008 | 01:38
Pöddulíf
Eftir atburði síðustu daga skaut upp í huga minn eitt atriði úr kvikmyndinni Pöddulífi þar sem Skari engisprettuforingi er að kúga mat úr maurunum. Hann segir við mauradrottninguna:
"Ég skal segja þér hvernig þetta á að funkera. Maturinn vex í sólinni. Maurar tína matinn - Engisprettur éta matinn."
Blessunarlega endar myndin vel. Maurarnir losna undan kúgun engisprettanna og fá sjálfir að njóta matarins sem þeir hafa safnað með erfiðismunum.
Það væri óskandi að þrilllerinn sem nú er í gangi í samfélaginu endi jafn vel.
Athugasemdir
Líklegast maturinn búinn í bili, en sem betur fer eru maurarnir enn hér en engispretturnar horfnar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.