Framgangur í starfi

Þessi rök Gunnars halda ekki vatni.

Gunnar segir að það sé verð að fjölga konum í yfirstjórn bæjarins.

Fyrir það fyrsta þá er þessi kona nú þegar í yfirstjórn bæjarins sem starfsmannastjóri og því fjölgar konum ekki bara við þessar hrókeringar. Í öðru lagi þá væri alveg hægt að auglýsa starfið og hvetja konur sérstaklega að sækja um og ráða eina í kjölfarið.

Gunnar segir að starfsmenn bæjarins verði að geta unnið sig upp.

Þessi kona sem ráðin var hefur unnið hjá Kópavogsbæ í eitt ár. Hvað með allar þær konur sem starfa sem skólastjórar hér í bæ og hafa starfað hér jafnvel í áratugi. Voru þær spurðar hvort þær vildu framgang í starfi?

Gunnar segir konuna einstaklega vel til þess fallna að gegna starfi fræðslustjóra þar sem hún sé með BA-próf í stjórnmálafræði og meistarpróf í starfsmannastjórnun. Starfið snúist mikið um starfsmannamál.

Starf fræðslustjóra snýst ekkert meira um starfsmannamál heldur en aðrar stjórnunarstöður. Ef Gunnari er svona umhugað um að kraftar konunnar nýtist áfram þá ætti hún að fá að halda áfram í núverandi starfi sem starfsmannastjóri Kópavogsbæjar. Hlutverk fræðslustjóra er að veita menntamálum í sveitarfélaginu faglega forystu og því þarf fræðslustjóri bæði að hafa menntun og reynslu úr þeim geira.


mbl.is Verið að fjölga konum í yfirstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband