Aðal og aukahlutverk

Vegna áttræðisafmælis Steingríms Hermannssonar hafa margir rifjað upp þjóðarsáttarsamningana 1990. Ekki hugnast Morgunblaðinu söguskýringar Jóns Baldvins og fleiri að það hafi verið að frumkvæði Steingríms sem þeir voru gerðir. Nú í Mogganum í dag skrifar Agnes Bragadóttir um þetta og bendir á að Einar Oddur, Guðmundur J. og Ásmundur Stefánsson hafi verið í aðalhlutverkum en stjórnvöld í aukahlutverkum.

Ekki minnist Agnes einu orði á þátt verkalýðsins sem tók á sig þessar kaupmáttarskerðingar sem í þessum samningum fólust. Ég var á þessum tíma verkamaður í Dagsbrún og herti sultarólina í ljósi þess að fá umbun síðar. (Hún kom reyndar seint og illa).

Hinn almenni launamaður var í aðalhlutverki þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir, svo því sé haldið til haga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Hvergi kemur fram að sérstaka sendinefnd þurfti til að sannfæra þáverandi borgarstjóra í Reykjavík.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband