30.5.2008 | 00:13
Endalok samræmdra prófa við lok grunnskóla
Í lögunum er gert ráð fyrir að nemendur í 10. bekk þreyti samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði að hausti og þar með eru samræmduprófin sem hafa verið að vori aflögð.
Þetta er mikið gleðiefni fyrir allt skólastarf í grunnskólum því þessi próf hafa verið alltof stýrandi og reyndar virkað sem inntökupróf í framhaldsskóla. Þessi könnunarpróf eru miklu gagnlegri fyrir grunnskólann.
Samræmd könnunarpróf í 10. bekk verða haldin í íslensku, stærðfræði og ensku vorið 2009 en verða svo færð fram á haustið 2009 fyrir næsta árgang.
Sjá nánar hér.
Frumvörp um skólamál orðin að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir fögnuð og takmarkað aðgengi. Það er ekkert að því að fræðimenn hafi aðgengi en of eru fréttir af niðurstöðum prófanna misflutt í fjölmiðlum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.