STYÐJUM HANNES

Í mogganum í dag er auglýsing þar sem fólk er hvatt til leggja Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni lið með því að leggja fé inn á reikning. Íslenskur auðmaður og Hæstiréttur Íslands sækja að honum fjárhagslega fyrir það eitt að Hannes hafi nýtt sér málfrelsi og skrifað bók "sem hann mátti víst ekki skrifa."

Er þetta ekki grín? Ég leit á dagsetninguna á mogganum og hélt að það væri kominn 1. apríl en hann er víst ekki fyrr en á þriðjudaginn.

Ekki ætla ég að leggja fé inn á þennan reikning en skal gefa Hannesi og vinum hans eftirfarandi heilræði.

Í upphafi skal endinn skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er furðulegt er að enginn blaðamaður sér ástæða til að kanna hvort þetta sé grín eður ei. Ég veðja á það að hér sé um háð að ræða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Blaðamenn upp til hópa eru eins og segulbandstæki. Taka upp og birta orðrétt án þess að spyrja gagnrýnna spurninga. Eins og fréttin á rúv í hádeginu í dag þar sem öryrkjamóðir þarf að vísa dóttur sinni á dyr nema að rukka hana um 40 þús. á mánuði.

Ég spyr, hvar fær dóttirin íbúð fyrir 40. þús á mánuði og er þá ekki alveg eins gott að hún borgi móður sinni þá upphæð í leigu?

Sigurður Haukur Gíslason, 30.3.2008 kl. 14:19

3 identicon

Nú hefur sem sagt komið í ljós að hér er um dauðans alvöru að ræða. Tek ég því orð mín aftur en samt er þetta afar sérkennilegt. Skaðar prófessorinn frekar en styrkir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband