12.3.2008 | 13:17
Barnafólk greiðir hærri skatta hér
Af ruv.is: Íslenskt barnafólk greiddi hærra hlutfall af tekjum í skatta árið 2006 en sex árum áður - en almennt hefur skatthlutfallið lækkað í ríkjum OECD. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar.
Stefán Ólafsson segir á visir.is að þetta staðfesti það sem hann hefur haldið fram síðustu tvö ár. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna.
Nú verður fróðlegt að heyra viðbrögð fjármálaráðherra við þessu.
Athugasemdir
Kom með sömu tugguna um hærri tekjur=hærri skattar!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.