Einkareknir leikskólar leggja upp laupana

Þessi fyrirsögn er á frétt sem birtist á visir.is í síðustu viku. Í henni kemur fram að Kópavogsbær hyggst taka við rekstri tveggja af fimm einkareknum leikskólum í Kópavogi. Öðrum rekstraraðilanum hefur verið sagt upp en hinn bað bæjaryfirvöld um að kaupa leikskólann af sér.

Ég spyr: Hvernig stendur á því að ekki er hægt að reka einkarekna leikskóla í mesta góðæri Íslandssögunnar? Svo eru margir á því að stefna beri að því að einkareka grunnskóla landsins. Er þessi niðurstaða í Kópavogi ekki sönnun þess, að það sé stefna sem beri að forðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer enginn í svona rekstur án þess að græða.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Já þessi frétt hljómar nú aldeilis vel, a.m.k. fyrir þá sem vilja sjá óbreytt kerfi, kerfisins vegna.

Held þið ættuð að kynna ykkur málin í stað þess að fullyrða svona út í loftið. Auðvitað geta einkaaðilar rekið leikskóla og að sjálfsögðu líka grunnskóla. Það þarf hins vegar að skapa þeim raunhæfan rekstrargrundvöll. Þessir leikskólar voru ekki að keppa á opnum samkeppnismarkaði, heldur voru þeir reknir samkvæmt þjónustusamningi við Kópavogsbæ. Eflaust hafa rekstrarforsendur þessara leikskóla breyst eins og annarra mannaflsfrekra fyrirtækja og þess vegna hefur hallað undan rekstrinum. það er a.m.k. það sem mér datt fyrst í hug þegar ég las þessa frétt. Væri áhugavert að sjá hvernig rekstrarkostnaður annarra leikskóla kópavogsbæjar hefur þróast á sama tímabili og í raun hver kostnaðurinn er almennt samanborið við einkareknu leikskólana.

Ykkur til fróðleiks þá höfum við átt í samvinnu við einkaaðila í Hafnarfirði um langt árabil. Og skyldi allt vera á leið til glötunar þar? Nei, þar hefur komið í ljós að kostnaður hefur lækkað, starfsmannavelta minnkað (laun hækkað) og ánægja þeirra sem nýta sér þjónustuna (börn og foreldrar), aukist.

Afhverju ætti ekki að vera hægt að gera það sama í grunnskólanum? Við hvað eru menn svona hræddir?

Gunnar Axel Axelsson, 5.3.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Gunnar!

Hvað er ég að fullyrða? Ef þú vilt láta taka mark á þér þá verður þú að fara með rétt mál. Ég er að spyrja en Gísli fullyrðir.

Skoðum rökin þín:

"Þessir leikskólar voru ekki að keppa á opnum samkeppnismarkaði, heldur voru þeir reknir samkvæmt þjónustusamningi við Kópavogsbæ. "

Þú vilt þá meina að ef þeir væru á opnum samkeppnismarkaði þá væru leikskólagjöldin hærri en nú er? (annars hefðu þeir ekki farið á hausinn)

Og fyrst þú ert svona fróður um þessi mál. Hvað klikkaði hér í Kópavogi? Eru ekki sömu rekstrarforsendur í Kópavogi og Hafnarfirði?

Sigurður Haukur Gíslason, 6.3.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Sæll sigurður og afsakaðu orðalagið hjá mér, það er rétt, þú fullyrtir ekki.

Ég þekki auðvitað ekki hvernig þessi mál voru nákvæmlega í Kópavogi en ég veit vel hvernig mál hafa þróast á íslenskum vinnumarkaði á undanförnum misserum. Í Hafnarfirði eins og annarstaðar hefur verið erfitt að manna leikskólana og verið gripið til ráðstaðfana sem fela í sér töluverðan kostnaðarauka. Þar hefur verið reynt að tryggja öllum leikskólum, líka þeim sem starfa samkvæmt þjónustusamningi, grundvöll til að halda starfseminni gangandi og halda uppi þjónustu við hafnfirsk börn og foreldra þeirra. Þá á ég ekki við að þeir geti innheimt gjöld, heldur hefur framlag til þeirra verið tryggt líkt og til annarra leikskóla í Hafnarfirði. Hvað skólagjöldin varðar held ég að við séum alveg sammála Sigurður.

Ég veit ekki hvernig það var í Kópavogi, en á meðan ekki liggja fyrir aðrar ástæður fyrir því að þessi rekstur gekk ekki upp þá finnst mér líklegast að framlög til þeirra hafi ekki verið hækkuð til að gera þeim kleyft að mæta þessum aukna launakostnaði.  Þetta eru þó bara vangaveltur, eins og kemur reyndar skýrt fram hjá mér áður.

Ég veit bara að það er fjöldinn allur af einkareknum leikskólum á Íslandi og ég hef ekki heyrt annað en gott af rekstri þeirra lang flestra. A.m.k. erum við afar sæl með starf þeirra í Hafnarfirði.

Gunnar Axel Axelsson, 6.3.2008 kl. 10:30

5 identicon

Þá er bara að benda á rekstraaðila sem ekki fer í umönnunarrekstur af hugsjón. og ekki er opinber. Bendi á að í fyrirmyndasveitarfélaginu Hafnafirði fer hlutfallslega meir í rekstur leikskóla en t.d. í Kópavogi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband