17.2.2008 | 13:06
Jónmundur talar af skynsemi
Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag:
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi,er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að hækka laun kennara umtalsvert í þessum kjarasamningum. Hann heldur raunar að komið sé að ákveðnum þáttaskilum í skólamálum hér á landi. Sveitarstjórnarmenn verði að breyta um hugsun. Hætta að líta á skólamál sem fjárfestingu í steypu, stáli og gleri og fara að líta til innra starfs. Innra starfið, menntun og símenntun kennara er lykillinn að árangri. Þar skipta þrír þættir mestu máli. Í fyrsta lagi kjör og aðbúnaður starfsfólks. Í annan stað skipulag skólastarfsins. Og í þriðja lagi innra starfið sjálft og efling þess.Allt kostar þetta tíma og peninga og ég tel að komið sé að þeim tímapunkti að menn
skipti um áherslur, fjárfesti í þekkingu og innra starfi, segir Jónmundur.
Ég gæti ekki verið meira sammála honum og vonandi fær þessi rödd að hljóma innan Launanefndarinnar í komandi kjarasamningum.
Athugasemdir
Vonandi gengur þetta eftir. En ósköp hef ég heyrt þetta oft en engin eftirfylgd.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:16
Ég er eins og þið sammála Jónmundi, er þetta ekki bara spurning um að hann framkvæmi og við flytjum á Nesið.
Rósa Harðardóttir, 18.2.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.