Er ASÍ líka á móti aukinni menntun líkt og SÍS?

Hvernig stendur á því að ASÍ tekur undir sjónarmið (og þar með metnaðarleysi) SÍS? Sjá bloggfærslu mína um það hér. Er það hlutverk ASÍ að draga úr metnaðarfullum kröfum Menntamálaráðuneytis varðandi framtíðarmenntun þjóðarinnar? Hvaða tilgangi þjónar þetta?

Ástæða þess að erfiðlega gengur að manna grunn- og leikskóla eru lág laun. Að halda öðru fram er rangt og gert til þess að draga athyglina frá kjarna málsins.

Og er ASÍ í alvörunni á móti því að hlutfall leikskólakennara í leikskólum verði í framtíðinni að lámarki 67%?

Er ASÍ sömu skoðunar varðandi heilbrigðiskerfið? Það er kannski nóg að 67% af þeim sem starfa við lækningar hafi tilskylda menntun?

Og eru menn búnir að gleyma PISA? Allir að spyrja af hverju við erum ekki jafngóð og Finnar. Kennarar í Finnlandi eru með fimm ára háskólanám.

Af hverju ætli það sé?

 


mbl.is ASÍ gagnrýnir frumvarp um leik- og grunnskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nær að þeir einbeittu sér að því að semja um samninga sem runnu út fyrir 2 mánuðum? Skamm.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þeir virðast hafa sett upp nær- og þröngsýnisgleraugun á ASÍ. Vona sannarlega að þeir sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þessi mistök, verða konur og menn af meiru, við.

Kristín Dýrfjörð, 15.2.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband