12.2.2008 | 14:42
Stjórnarsáttmálinn og laun kennara
Eiríkur Jónsson formaður KÍ var í viðtali á morgunútvarpi rásar eitt í morgun og lýsti eftir skoðunum Samfylkingar varðandi ummæli Þorgerðar Katrínar að hækka þyrfti laun kennara.
Ágúst Ólafur hefur strax brugðist við og segir á visir.is að samkvæmt stjórnarsáttmálanum þá ætti að endurmeta laun hefðbundinna kvennastétta og það ætti meðal annars við um kennara. Pólitískur vilji væri til að taka á málinu.
Nú er bara að standa við stóru orðin.
Athugasemdir
Þetta er snúið þegar SA vill setja bremsuklossa á önnur stéttarfélög. Væri ekki rétt af KÍ að mótmæla svona kröfum líkt og BSRB gerði?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:34
Þarna er SA farin að raula sömu þuluna og ASÍ hefur gert síðustu ár:
"Við semjum uppá eins lítið og hægt er og tryggjum það að aðrar stéttir fái ekki meira en við. Þá erum við ánægð."
Í mínum orðabókum heitir það að jafna launin niðrávið. Ég er á móti svona launapólitík og tel að hún sé launamönnum ekki til hagsbóta.
Sigurður Haukur Gíslason, 12.2.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.