Er SÍS á móti aukinni menntun?

Ef þetta frumvarp verður að lögum þá útskrifast fyrstu kennararnir út úr þessu kerfi 2011-12. Mér finnst það skammsýni að það megi ekki stefna á það í framtíðinni að kennarar verði með meiri menntun vegna þess að það sé skortur á kennurum núna.

Ástæðan fyrir kennaraskorti í grunnskólum Reykjavíkur er ekki skortur á kennaramenntuðum einstaklingum heldur sú að sveitarfélögin borga svo léleg laun að kennarar hverfa í önnur störf.

 


mbl.is Lýsa miklum efasemdum um skólafrumvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nær að byrja á því að gera þær kröfur á kennara við KHÍ að þeir hefðu að lágmarki MA-gráðu, en helst doktorsgráðu áður en farið er að gera slíkar kröfur til kennara í grunnskólum?

Þessar kröfur eru ekki einu sinni gerðar til kennara í framhaldsskólum! 

Það getur aðeins verið tvennt sem liggur að baki svona kröfum frá samtökum kennara og stjórnenda KHÍ.

Í  fyrsta lagi að fjölga námsbrautum við KHÍ og í öðru lagi að hækka laun kennara.

Mér sýnist nú að fjöldi nemenda við KHÍ sé alveg nógu mikill en vandamálið það að þeir skili sér ekki nógu margir út í kennslu.

Í öðru lagi tel ég að kennarar verði að reka kjarabaráttu sína á öðrum nótum en með lengingu kennaranáms. T.d. með að lengja skólaárið og svo sem einnig skóladaginn - með heils dags skóla þar sem kennarar gegna fleiri skyldum en aðeins að kenna (og undirbúa sig fyrir kennsluna framundan, undirbúningur sem mér skilst að sé víða trassaður).

A.m.k. er kominn tími til að forvígismenn kennarastéttarinnar fari að endurskoða kjarabaráttuaðferðir sínar.  Þeri eru búnir að hjakka í sama farinu í áratugi - og auðvitað án nokkurs árangurs!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Torfi. Hvernig færðu það út kennarar eru reka kjarabaráttu með því að lengja kennaranámið? Þetta er framtíðarmúsík og hefur ekkert með komandi kjaraviðræður að gera.

Ert þú einn af þeim sem telur að þeir sem hafa lág laun eigi bara að vinna meira?

Það er rétt hjá þér að kjarabarátta okkar grunnskólakennara síðustu áratugi hefur skilað litlu. Þér til upplýsingar þá höfum við í FG endurskoðað kjarabaráttuaðferðir okkar. Til að mynda þá leggjum við fram samningsmarkmið sem áður hét kröfugerð og við eru ekki með neinar ófrávíkjanlegar kröfur eins og var á haustmánuðum 2004. Margt fleira í þessum dúr mætti nefna.

Sigurður Haukur Gíslason, 1.2.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

hvað er í gangi.

því líkt og annað eins, hvers konar útúrborugangur er hér á ferð.

hvers vegna getur samfélagið ekki borið höfuðið hátt og viðurkennt mikilvægi menntunar bæði hjá fagstéttum og nemendum almennt.

hverskonar samfélag getur staðið á móti lengingu á kennaramenntun einungis vegna þess að það eru ekki nægilega margir kennarar starfandi núna, er ekki eðlilegra að setja markið hátt og stilla sér við hlið þeirra þjóða sem fremstir eru.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 1.2.2008 kl. 16:41

4 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

eitt til viðbótar það er ekki bara skortur á kennurum í RVK.

það vantar líka kennara í kóp og hafnarfjörð.

Fréttir berast af því að kennara sem jafnvel hefðu komið til vinnu í RVK. ráða sig frekar í kóp vegna þess að kóp er búinn að viðurkenna að ekki er hægt að ráða fólk til starfa á þeim kjörum sem bjóðast.

Kóp borgar betur

kóp borgar betur

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 1.2.2008 kl. 16:46

5 identicon

Útúrborugangur? Er þetta það eina sem formaður kennarafélags Reykjavíkur hefur að segja?

Ég spyr á móti: Af hverju endilega lengingu kennaranáms? Af hverju ekki einfaldlega að bæta það?

Í Noregi er umræða um gæði kennaranámsins og frammistöðu nemenda þar. Af hverju má ekki ræða slíkt hér einnig?

Þar kemur fram í rannsókn að 20% kennaranema læri minna en 20 tíma á viku, sjá http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article2223633.ece

Aðeins um 50% nemanna mætir í kennslustundirnar. Því finnst mönnum nær að koma á 100% skóla áður en hann er lengdur úr fjórum árum í fimm, þ.e. að setja þannig kröfur um tímasókn að nemendurnir geti ekki verið nemar í "hlutastarfi". Að meðaltali stúdera þeir 24 tíma á viku sem þýðir að fjögurra ára námið er í raun aðeins þrjú ár.

Ástæðan fyrir þessum litla tíma sem lagður er í námið er eflaust fyrst og fremst það að margir vinna með náminu.

Því hlýtur það að eiga að vera eitt af kröfum kennarasambandanna að námslánin verði hækkuð enda eru þau fáránlega lág, svo lág að enginn getur lifað á þeim einum. Ég hef hins vegar ekki heyrt að kennarafélögin setji slíkt á kröfulistann hjá sér. 

Fróðlegt væri svo sem einnig að gera könnun á því meðal kennara hvað þeir vinna í raun mikið í hverri viku, þ.e. að fylgst verði með því hve mikið þeir undirbúa sig, því hætt er við að ef þeir séu aðeins spurðir að því, að þeir skreyti sig með stolnum fjöðrum.

Ég fer ekki ofan af því að samningsstaða kennara sé svona léleg vegna tortryggni í garð þeirra. Kennsluskyldan, þ.e. sá tími sem er klárlega unnin, er aðeins 25 40 mínútna tímar og sumarleyfi meira en tveir mánuðir.

Enn er, rétt eins og hjá alþingismönnum, miðað við löngu liðnar samfélagsaðstæður þegar börnin þurftu að hjálpa til við búskapinn (eða alþingismenn sem voru bændur). Nú þarf frí barnanna að sjálfsögðu að vera jafn langt og frí foreldranna, þ.e. sex vikur eða þar um bil, og ekki deginum lengra. Svona er fyrirkomulagið í löndunum í kringum okkur.

Og það eru kennarafélögin, og kennararnir sjálfir, sem standa gegn þessu  og gera þar með alla kjarabaráttu svo erfiða. Helstu rökin eru enn sú að kennarar vinni svo lítið. Af hverju haldið þið annars að leikskólakennarar séu með hærri laun en kennarar?

Lenging skólaársins mun og leiða til þess að unglingar þurfa ekki að hanga í skóla eins lengi og nú er raunin. Bæði er hægt að stytta grunnskólann og einnig framhaldsskólana - í þá veru sem er erlendis eða lokið við 18 ára aldur.

Kennarasamtökin eru meira að segja á móti þessu, líklega vegna þess að það þýðir fækkun kennara. En er eitthvað að óttast þar, er hvort sem er ekki skortur á kennurum?!

Nei, komið út úr þessum eldgömlu skotgröfum og hjálpið frekar til að umbreyta skólakerfinu í áttina til þess sem er í nágrannalöndunum.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:45

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Torfi! Þú vilt þá meina að námið í KHÍ af því að það er ekki nógu gott í Noregi?? Og hver hefur talað um það að það mætti ekki bæta það?

Finnar eru með fimm ára kennaranám og finnskir nemendur sýna bestan námsárangur allra. Tilviljun? Ég held ekki.

Ef það er svona gott að vera kennari, kenna bara til hádegis og sleppa því að undirbúa sig, af hverju eru kennarar þá að flýja stéttina? Ég veit svarið en það er álagið sem er á kennurum í dag.

Kennarar vinna 1800 stundir eins og aðrir launamenn s.s. fréttamenn, leikarar flugmenn og svo mætti lengi telja. Að halda því fram að kennarar í 100% starfi séu ekki í 100% vinnu er fáfræði. Það getur Samband íslenskra sveitarfélaga staðfest.

Af hverju þarf að lengja skólaárið til að passa börnin fyrir foreldrana á meðan þeir eru í vinnu? Ég kenni krökkum í 10. bekk og það hafa komið nemendur til mín um mánaðamóti maí/júni og spurt hvort þeir geti ekki fengið frí síðustu vikuna. Þeir geti unnið sér inn 70 þús. á einni viku.

Ég hef fullan skilning á að það þarf að bjóða foreldrum yngri barna uppá gæslu vor og haust en það á ekki að leysa með því að skylda alla til að vera í skólanum. Það er sósíalíst kerfi og á ekki við í nútímanum heldur eiga foreldra að eiga val.

Landssamtökin Heimili og skóli eru á móti því að stytta grunnskólann því að þá þurfa börn úti á landi að fara ári fyrr í heimavistarskóla. Það vilja foreldrar ekki. Það er því ekki rétt hjá þér að kennarar séu á móti styttingu nema ef í henni felst skerðing á námi, en síðustu tillögur mmrherra eru í þá veru. Það hefur ekkert að gera með fækkun kennara eins og þú bendir á.

Sigurður Haukur Gíslason, 1.2.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Af hverju þessi tortryggni í garð kennara? Vinna kennarar lítið? Hver segir það? Eru þetta fordómar sprottnir af fáfræði? Fréttamaðurinn er hanna aðeins að vinna þennan hálftíma sem hann sést á skjánum Torfi minn? En því getur verið að þetta sé innanbúðarvandamál. Það eru til kennarar sem vinna aðeins þessa tíma sem sýnilegir eru í töflu og mæta á einstaka fund, því miður. Og við vitum að oft þarf ekki nema nokkra svoleiðis til að koma óorði á stóran hóp. En ég er sammála því að það mætti skoða gæði kennaramenntunar en hvað með sjálsmat skólanna þurfum við ekki eitthvað að skoða það líka. En að lengja skóladaginn eða skólaárið til þess að redda pössun fyrir foreldra sem vinna langan vinnudag það er ekki mitt starf.

Rósa Harðardóttir, 1.2.2008 kl. 22:47

8 identicon

Torfi er samnefnari skoðana sem ansi margir hópast um.  Þær stöllur Rósa og Þorgerður (auk SHG) koma að kjarna málsins. Mér er kunnugt um að þessi skoðun SÍS um menntun leikskólakennara hefu r ekki alennt fylgi innan sambandsins. Það verður væntanlega tekið upp á réttum vettfangi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband