31.1.2008 | 17:32
Auglýsingin í Mogganum betri hugmynd
Mér fannst nú auglýsingin í Mogganum í dag betri hugmynd. Kynningar og fræðsla reynist yfirleitt betur heldur en boð og bönn. Og hvar á að enda þetta. Er þá ekki nauðsynlegt að í stjórn Morgunblaðsins (blaði allra landsmanna) sé a.m.k. einn úr hverjum landshluta? (eða tveir, einn af hvoru kyni).
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem betur fer er Morgunblaðið ekki lengur blað allra landsmanna svo það sé ljóst. Urrið í Björgvini er auðvitað sett fram svo menn sjái að sér. Veit ekki hvort auglýsingin hefði átt að vera öðruvísi. Þá erum við komin út í ...einn Kr-ingur, einn Valsari, einn KA..einn Þórsari ...einn sköllóttur...einn gamall...(moya).
Vonandi vakna menn og fyrirtæki við þetta urr Bjögga.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:14
"urr Bjögga", er nú hótun um að svipta hluthafa ráðstöfunarrétti á eignarhluta sínum "urr".
"vonandi vakna menn og fyrirtæki við þetta" Vakna og geri hvað? Hætti að kaupa hlutabréf af því einhver pólitískur snati í atkvæðaleit ætlar að hafa af þeim réttin til að ráðstafa eignum sínum? Það væri stórt skref í rétta átt ef fólk sem er gjammandi um þessi mál, hefðu einhverja lágmarksþekkingu á hvernig fyrirtæki starfar og hvert hlutverk stjórnar hlutafélags er. Ef þessar konur sem voru að auglýsa í mogganum hefðu þann skilning þá hefðu þær þó alla vega haft vit á því að vera ekki að gera sig að algjöru fífli í viðskiptaheiminum, og ráðherra hefði sloppið með að vera álitin kjáni, frekar en að taka af allan vafa.
bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:03
Bjarni!
Heldur þú að Björgvin hafi sagt þetta af því að hann er í atkvæðaleit fyrir kosningarnar 2011? Mér finnst hann þá vera ansi fyrirhyggjusamur.
Hvað er að auglýsingunni í mogganum í dag? Nafngreindar konur að óska eftir vinnu. Ég sé engan mun á þessari auglýsingu og þessari:
Kennari með víðtæka reynslu og þekkingu óskar eftir vinnu.
Sigurður Haukur Gíslason, 31.1.2008 kl. 21:14
Bjarni. Margar þeirra kvenna sem skrifuðu undir auglýsinguna í Mogganum eru forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja. Ein þeirra er stjórnarformaður SPRON og fleiri fyrirtækja, önnur er framkvæmdastjóri SAS á Íslandi, sú þriðja framkvæmdastjóri hjá Sjóvá og svo mætti lengi telja.
Heldur þú í alvöru að þessar konur hafi ekki "lágmarksþekkingu á (því) hvernig fyrirtæki starfar og hvert hlutverk stjórnar hlutafélags er"?
Svala Jónsdóttir, 31.1.2008 kl. 22:54
Þessi blessaða kona sem þú nefnir hér er framkvæmdarstjóri undirsviðs hjá einstaklingsþjónustu sjóvá. Hún situr við símann allan daginn og fær fólk til þess að segja ekki upp tryggingunum sínum. Ég sé ekki að það hún öðlist mikla reynslu af fyrirtækjarekstri við það.
Margar þessara kvenna eru örugglega að gera svipaða hluti og eru svo titlaðar framkvæmdarstjórar. Ef þessar blessuðu konur eru svona hæfar afhverju sitja þær þá ekki í stjórnum fyrirtækja. Fyrirtækin hafa ekkert upp úr því að ráða bara karla af því bara. Eigendur fyrirtækja reyna að sjálfsögðu að ráða hæfasta einstaklinginn í hverja stöðu og kyn kemur því ekkert við.
Þorri (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:27
Sigurður, seta í stjórn hlutafélags er ekki vinna, heldur hagsmunagæsla. Hlutverk stjórnarmanna í hlutafélagi er að gæta hagsmuna hluthafa, ekki að vinna!
Það skiptir nákvæmlega engu máli hvaða stöðum þessar konur hafa gengt í rekstri hinna ýmissa fyrirtækja, það gerir þær nákvæmlega ekkert hæfari til að vera hagsmunagæsluaðilar fyrir Jón, hluthafa í X hf.
Svala, þú hefur augljóslega enga þekkingu á hlutverki stjórnar fyrirtækja, ef marka má þessa athugasemd þína. Þekking á stjórnun eða starfsemi fyrirtækja hefur nákvæmlega ekkert með hagsmuni Jóns, hluthafa í X hf., að gera. Gunna er frábær verkfræðingur sem býr á Siglufirði, það gerir hana ekki hæfa til að sitja í stjórn Húsfélagsins Traðarstígs 23, eða hvað? Íbúar Traðarstígs 3 vilja sjálfir fá að ákveða hvort húsið sé málað, óháð því hvað Gunnu á Siglufirði þykir henta. Ertu að fatta? Væntanlega ekki, ef þú værir að fatta þá værir þú ekki að mæla með svona yfirgengilegri heimsku eins og þú ert að gera hér. Fé án hirðis ávaxtar sig ekki, fé með hirði án hagsmuna er betur sett án hirðis.
Ætli það kosti ekki u.þ.b. 200 milljarða að tryggja sér atkvæðamagn til að fá einn mann kjörinn í 5 manna stjórn KB, sjálfsagt mundu 100 milljarðar duga vegna dreyfðs eignarhalds. Svo koma einhverjar mannvitsbrekkur og gapa yfir óréttlæti þess að konu skuli ekki vera tryggð stjórnarseta án allra hagsmuna eða áhættfjárfestinga í stjórninni, bara af því bara. Er von að maður spyrji, eruð þið heil á geði?
bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:54
Bjarni!
Að sitja í stjórn er vinna. Meira að segja vel launuðu vinna. Að snúa út úr með því að segja að það sé hagsmunagæsla en ekki vinna er eins og að segja að lögfræðingar vinni ekki.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að til þess að sitja í stjórn KB banka þá liggja miklir peningar á bak við hvern stjórnarmann. Þess vegna er ég á móti svona lagasetningu og tel að fræðsla sé betri.
Svo finnst mér síðasta athugasemdin frá þér að þeir sem ekki eru sammála þér séu geðveikir, ómerkileg.
Sigurður Haukur Gíslason, 1.2.2008 kl. 08:52
Sæll Sigurður, seta í stjórn hlutafélags er auðvitað launuð, en það er ekki vinna með stimpilklukku og alles. Fyrsta og eina hlutverk stjórnarmanna í hlutafélagi er að gæta hagsmuna hluthafa, þannig er það í lögum um hlutafélög. Að bera það saman við vinnu lögfræðinga er bara bull. Heldur þú að einhver fari að fjárfest milljarða í atvinnurekstri án þess að hafa eitthvað að segja um hvernig rekstrinum sé háttað? Auðvitað ekki, þess vegna velja þeir að sitja sjálfir í stjórn hlutafélagsins sem þeir fjárfesta í. Hæfileikar, kyn eða klíka hefur ekkert með val á stjórnarmönnum hlutafélags að gera, heldur eignarhlutur og ekkert annað en eignarhlutur.
Hvað nákvæmlega ætlar þú að fræða fjárfesta um? Kosti þess að fjárfesta í hlutafélagi án allra áhrifa á stefnu og stjórn? Að æðsta markmið fjárfesta sé að tryggja konum setu í stjórn hlutafélags, ekki hámörkun hagnaðar? Með svona barnalegu viðhorfi verður hlutafélagið gjaldþrota áður en hluthafarnir ná að koma fyrstu fréttatilkynningunni til fjölmiðla um hversu pólitískt réttþenkjandi hlutafélagið þeirra er. Ætlar þú að setja æfisparnaðinn í hendurnar á slíkum glópum?
bjarni (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 11:06
Þín skilgreining á vinnu er að þeir sem starfa eftir stimpilklukku vinna, hinir sem starfa eru að gæta hagsuma og eru þ.a.l. ekki að vinna.
Ég nota þitt orðfæri og segi "barnalegt viðhorf".
Þú lætur eins og allir séu að fjárfesta fyrir milljarða í atvinnurekstri á Íslandi. Að öll fyrirtæki séu eins og KB banki.
Ég nota þitt orðfæri og segi "bara bull". Það er fullt af fyrirtækjum þar sem stjórnarmenn sitja án þess að hafa milljarða á bak við sig.
Og hvaða æfisparnað ertu að tala um? Ekki á ég neitt í KB banka en miðað við hvað þú ert pirraður mætti ætla að þú hafir keypt keypt hlutabréf í KB banka í júlí sl.
Sigurður Haukur Gíslason, 1.2.2008 kl. 12:23
Voðalega ertu barnalegur. Það eru engin hlutafélög á markaði þar sem stjórnarmenn hafa ekki hlutafélagaeign á bak við sig. Þeir væru ekki í stjórn ef þeir hefðu ekki hlutafé á bak við sig. Hversu lágt ætlar þú að leggjast til að afhjúpa hversu lítinn skilning þú hefur á hvers vegna fólk kaupir hlutafé?
Annars frábært að þú upplýsir að þú eigir engin hlutabréf í KB, en hvers vegna í fjandanum ertu þá að skipta þér af því hverjir veljast í stjórn, KB þegar þú átt engra hagsmuna að gæta? Bara af því að þú heldur að þér komi það við? Ef þú ert ekki hluthafi þá kemur þér það bara ekkert við, sættu þig við það og haltu áfram að lifa og vertu ekki að skipta þér af því hverja aðrir kjósa að velja sem hagsmunagæslumenn sinna fjárfestinga.
Svo ég endurtaki enn og aftur, seta í stjórn hlutafélags er ekki vinna. Fólk er í stjórn hlutafélags af nákvæmlega sömu ástæðu og það mætir á fundi í húsfélaginu heima hjá sér, til að gæta eigin hagsmuna. En einhverjir vinstri vitleysingar halda að íbúar í næstu götu eigi að hafa fulltrúa í húsfélagi þar sem þeir eiga engra hagsmuna að gæta, bara af því bara. Þegar þú ert hluthafi í KB og átt hagsmuna að gæta í rekstri KB þá máttu rífast yfir því hverjir veljast í stjórn KB, þangað til þá ættir þú að hafa vit á því að vera ekki að skipta þér að einhverju sem þér kemur ekki við.
bjarni (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:53
Bjarni!
Hvar finnur þú orðum mínum stað að ég vilji ráða því hverjir sitja í stjórn KB banka?
Lestu fréttina aftur og svo bloggið hér að ofan. Ég er á móti svona lögum en þú ert búinn að gera mig að helsta talsmanni þess.
Hvaða vinstri vitleysinga ertu að tala um og hvað koma þeir málinu við?
Það sem þú skilur ekki að það eru ekki öll fyrirtæki eins og stærstu fjármálafyrirtæki landsins og því ekki milljarðar á bakvið hvern stjórnarmann. En þú ert með KB banka á heilanum (sem heitir reyndar Kaupþing í dag)
Í fréttinni er m.a. talað um stjórnir lífeyrissjóða. Ertu að halda því fram að lífeyrisgreiðendur séu 90% karlar?
Að lokum: Ef þú vilt að það sé tekið mark á þér þá er ekki vænleg leið að tala um þá sem hafa aðra skoðun og þú barnalega, vitleysinga eða banna þeim að tjá sig.
Þú mátt svo láta gamminn geisa hér á síðunni en ég er hættur að "rökræða" við þig.
p.s. vonandi ná karlarnir í stjórn Kaupþings að rífa upp gengið svo þú tapir ekki æfisparnaðinum
Sigurður Haukur Gíslason, 1.2.2008 kl. 15:22
Það varst þú sem varst að tala um fræðslu, ég hef ekki enn séð hvað fjárfestar þurfa að fræðast um. Kannski að þú, sjálfur kennarinn, takir af skarið og fræðir okkur fjárfesta um hvað það nú er sem þú telur okkur þurfa að fræðast um.
Það má vel vera að ég tapi æfisparnaðinum á fjárfestingum, en það verður vonandi ekki vegna þess að einhverjir þöngulhausar hafa valist í stjórn hlutafélags, án þess sjálfir að hafa hagsmuni af velgengni félagsins og í krafti einhverrar helvítis feminískrar vinstri-villu í einhverju ráðherraræksni sem ekkert veit um fyrirtækjarekstur. Hann á ekki hagsmuna að gæta í rekstri félagsins og sjálfsagt væri honum bara hlátur í huga, eins og þér, ef fjárfestar töpuðu öllu sínu vegna Þess að einhverjir þöngulhausar væru skipaðir í stjórnina vegna einhvers pólitísks rétttrúnaðar. Ertu nú að skilja af hverju hluthafar vilja einhvern í stjórn hlutafélagsins sem hafa sömu hagsmuni og þeir? Væntanlega ekki, enda þykir þér augljóslega fátt skemmtilegra en rauðir dagar á hlutabréfamarkaðnum.
bjarni (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.