Þekkingarleysi þingmannsins

Það er ótrúlegt að þingmenn skuli ræða um skipan í nefndir af eins miklu þekkingarleysi og Kolbrún gerir hér með þessum hætti. Hún gerir lítið úr einu stærsta kynjamisrétti sem ríkir hér í okkar samfélagi en það er hvernig farið er með feður sem áhuga hafa á að umgangast og bera ábyrgð á börnum sínum eftir skilnað.

Eftir skilnað hafa feður ekki rétt til barnabóta.

Eftir skilnað eru feður skattlagðir sem barnlausir einstaklingar þrátt fyrir að þeir borgi meðlög. Þar með fá þeir ekki sömu vaxtabætur og mæður barnanna.

Eftir skilnað fá feður ekki að umgangast börnin sín til jafns við mæður þó svo að báðir foreldrar teljist jafn hæfir.

Þessi baráttumál er Félag um foreldrajafnrétti að berjast fyrir sem Kolbrún líkir við hvert annað fótboltafélag.

Það væri gaman að vita hvort þetta sé almennt stefna Vinstri grænna í jafnréttismálum, þ.e. að konur eigi að eiga meiri rétt en karlar.

Bendi svo á heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti þar sem finna má ummæli Kolbrúnar og "afsökunarbeiðni" hennar.


mbl.is Biðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"Það væri gaman að vita hvort þetta sé almennt stefna Vinstri grænna í jafnréttismálum, þ.e. að konur eigi að eiga meiri rétt en karlar."

Já, það er stefna femínistanna í VG. Það hefur löngum verið augljóst.

Vendetta, 19.1.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband