1.11.2007 | 13:00
Fyrirsögnin er röng
Í fréttinni frá SA þá kemur fram að launamunur milli þingmanna fer eftir því hvaða nefndarstörfum þeir gegna en ekki kyni. Fyrirsögn fréttarinnar er því alröng.
Kynbundinn launamunur þingmanna 4-6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg hreint endemis lélegur fréttaflutningur hjá Mbl.is, og með endemum undarleg könnun hjá Samtökum atvinnulífsins.
Að svona fyrirsögn skuli slegið upp, þegar í raun er enginn kynbundinn launamunur á þingi, er til marks um undarlega strauma innan ritstjórnar Moggans
Promotor Fidei, 1.11.2007 kl. 14:13
Mogginn er ekki einn um þetta. En ég er samt að biðja menn að vera á vaktinni og allur kynbundinn og annar launamunur á ekki að líðast. Ef svo ætti að vera þá ættu grunnskólakennarar að hafa hærri laun en þingmenn vegna ábirgðar og álags. Amen.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:06
úps ábyrgð með y-i.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 17:07
Ég hef sagt það ítrekað að launamunur kynjanna eigi sér djúpar rætur í mun sem kynin bera í foreldraábyrgð. Þannig hafi konur ennþá meiri foreldraábyrgð en karlar. Að samfélagið haldi áfram að jafna foreldraábyrgð er vísasta leiðin til að eyða launamun kynjanna.
Gísli Gíslason, 9.11.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.